Danskur fimleikahópur í heimsókn
Fimleikadeild Keflavíkur fær danskan fimleikahóp frá Odense í heimsókn á fimmtudaginn. Þessi sýningarhópur hefur verið starfandi í tvö ár og sýnt víðsvegar um heiminn. Einnig sýnir hópurinn um alla Danmörku. Sýningin inniheldur 30-40 mínútna prógram er samanstendur af dansi, stökkæfingum á gólfi og trampólíni sem og akróbatíkæfingum.
Í hópnum eru stúlkur á aldrinum 5 – 19 ára og munu þær koma til Keflavíkur fimmtudaginn 15.okt. og halda sýningu í A-sal íþróttahús Reykjanesbæjar við Sunnubraut. Sýningin hefst klukkan 18:00 og er frítt inn.