Danskt eyrnakonfekt í Hljómahöllinni
- á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar
Stórtónleikar verða í Hljómahöllinni fimmtudagskvöldið 10. júní klukkan 20:00 en þar kemur fram sópransöngkonan Susanne Elmark sem syngur við undirleik hins óviðjafnanlega kvartetts miXte.
Þarna er á ferðinni einstök upplifun á óhefðbundinni samsetningu hljóðfæra en það er Tónlistarfélag Reykjanesbæjar sem stendur fyrir tónleikunum.
Susanne Elmark hefur haslað sér völl í óperuheiminum í hlutverkum fyrir kólóratúr sópran auk þess að koma fram sem einsöngvari með hljómsveitum á alþjóðlegum vettvangi. MiXte kvartettinn er rómaður fyrir skemmtilega sviðsframkomu og vel mótaðar efnisskrár.
Miðaverð kr. 2000.