Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Danskompaní með hraðlest til Norðurpólsins
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 1. desember 2022 kl. 09:24

Danskompaní með hraðlest til Norðurpólsins

Jólasýningar DansKompaní hafa vakið mikla lukku síðustu ár. Nú verður sagan um Pólarhraðlestina sögð í leik, söng og dansi á hátíðarsýningu DansKompaní þann 3. desember næstkomandi í Andrews Theater. Á Instagram-síðu DansKompaní segir að sýningin verður sú stærsta til þessa en nóg verður af metnaðarfullum dansatriðum.

Þá verða haldnar tvær sýningar, annars vegar kl. 11 og hins vegar kl. 16:30, og er miðaverð 3.200 krónur. Miðasala fer fram dagana 30. nóvember til 3. desember, nánari upplýsingar um tímasetningar og staðsetningu hennar má finna á miðlum DansKompaní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024