Dansari og ferðalangur
FS-ingur vikunnar: Þórarinn Darri Ólafsson
Þórarinn Darri Ólafsson, oftast kallaður Darri, er átján ára og kemur frá Keflavík. Darri æfir dans, situr í skemmtinefnd nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja og vinnur í Danskompaní.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á félagsvísindabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Stigarnir fyrir þetta auka cardio.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Án efa Tanja Rúnts því að hún er vinsælasti taxi-driver Íslands.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Hawaii-ballið, hver elskar ekki Pina Colada?
Hver er fyndnastur í skólanum?
Það er hún Helena Mjöll.
Hver eru áhugamálin þín?
Mér finnst mjög gaman að dansa og ferðast.
Hvað hræðistu mest?
Köngulær.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
At the moment er það Heaven and Hell.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég tek lífinu ekkert of alvarlega og er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt.
Hver er þinn helsti galli?
Ég er rosalega ákveðinn og allt of ósjálfstæður.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
TikTok, Snapchat og Instagram.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Húmor, get ekki fólk sem tekur lífinu of alvarlega.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Langar að flytja til útlanda og læra eitthvað skemmtilegt.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Frekja.