Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansarar úr Hingekju á leið til New York
Föstudagur 3. desember 2010 kl. 09:19

Dansarar úr Hingekju á leið til New York

Dansflokkur Listdansskóla Reykjanesbæjar, Bryn Ballett Akademíunnar, sýndi dansatriði í Hringekjunni í Sjónvarpinu sl. laugardag við góðar undirtektir.

Dansmarathon var haldið sl. föstudag í húsnæði listdansskólans til fjáröflunar fyrir dansferð til New York borgar. Maraþonið stóð í tólf tíma en 10 stelpur söfnuðu áheitum og styrkjum til fararinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef áhugi er fyrir að styrkja þær til fararinnar sem verður farin næsta vor og hvetja ungu dansarana til dáða, leggið inn á reikningsnúmer: 0142-05-071666, kt.250664-3119 (Guðrún Antonsd).

Jólasýning BRYN fer fram 19. desember hjá öllum nemendum skólans í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Skráning er hafin fyrir næstu önn í síma 772-1702 eða á www.bryn.is Stórskemmtilegt ár framundan fyrir nýja og framhaldsnemendur, segir Bryndís Einarsdóttir dansskólastjóri í tilkynningu.