Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansar og draugar á árshátíð Holtaskóla
Fimmtudagur 17. mars 2016 kl. 14:36

Dansar og draugar á árshátíð Holtaskóla

Það er óhætt að segja að dansinn hafi ráðið ríkjum á árshátíð Holtaskóla sem fram fór í íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag. Nemendur í 2., 4. og 6. bekk sýndu alls kyns dansa en áhersla hefur verið lögð á danskennslu þetta skólaárið.  Nemendur sýndu meðal annars skottís, Macarena, cha – cha - cha og fleiri dansa. Nemendur í 8. bekk sýndu skemmtilegt tónlistarmyndband.

Eftir atriðin í íþróttahúsinu var komið að hinu sívinsæla draugahúsi með tilheyrandi eftirvæntingu nemenda.  Draugahúsið vekur alltaf lukku og höfðu nemendur og starfsmenn það á orði að það hefði sjaldan verið betra. Meðan á draugahúsinu stóð þáðu nemendur, gestir og starfsmenn Holtaskóla veitingar í boði foreldra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024