Dansaðu af þér skóna í Sandgerði
Nú líður að hinni árlegu bæjarhátíð Sandgerðinga, Sandgerðisdögum, en aðaldagskrá hátíðarinnar fer fram helgina 30. ágúst til 1. september. Eitt af stærstu atriðum Sandgerðisdaga er stórdansleikur með Helga Björns og reiðmönnum vindana en þeir leika fyrir dansi í hinu víðfræga samkomuhúsi bæjarins á föstudagskvöldinu.
Það má því búast við hörku fjöri og geta dansþyrstir Suðurnesjamenn sannarlega dansað af sér skónna þetta kvöld og gera má ráð fyrir að fjölmargir slagarar fái að hljóma í Samkomuhúsinu.
Þess má geta að 25 ára aldurstakmark er á ballið og fer forsala aðgöngumiða fram í Reynisheimilinu í kvöld, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20:00 – 22:00.