Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansað við helstu kennileiti Suðurnesja
Sunnudagur 21. júlí 2013 kl. 13:17

Dansað við helstu kennileiti Suðurnesja

Danshópur Bryn Ballett safnar fyrir Londonferð

Danshópur á vegum Bryn Ballett Akademíunnar í Reykjanesbæ heldur eftir tæpa viku á sumarnámskeið í Royal Academy of Dance í London. Stelpurnar ákváðu að fara áhugaverða leið til þess að safna pening fyrir ferðinni en þær söfnuðu áheitum fyrir að dansa á ýmsum kennileitum á Suðurnesjunum.

Hér má sjá skemmtilegt myndband þar sem stelpurnar dansa á hinum ýmsu stöðum sem Suðurnesjamenn ættu að kannast við eins og t.d. hjá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, hjá flekaskilum Ameríku og Evrópu á Reykjanesi, hjá Garðskagavita og á túninu hjá Duus húsum. Sami dansinn var dansaður á öllum stöðunum sem kemur virkilega vel út þegar búið er að klippa myndbandið. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024