Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansað við hafið - sýningar um öll Suðurnes á sunnudag
Fimmtudagur 21. júní 2012 kl. 14:26

Dansað við hafið - sýningar um öll Suðurnes á sunnudag

Skelltu þér í sund, í lónið, á safn eða út að vita og horfðu á klassískan ballett frá listdansskóla BRYN.

Dansað við hafið ferðast um sveitarfélögin. Listræn innsetning frá Bryn Ballett Akademíunni átti sér stað um síðustu helgi í Garði, Reykjanesbæ og Sandgerði. Verkefnið byggist á listdansatriðum með dönsurum og fer fram víðsvegar á Suðurnesjunum. Sýningar fara fram sunnudaginn 24. júní í Reykjanesbæ í Víkingaheimum kl. 12:00 fyrir gesti Víkingaheima. Í Grindavík fyrir gesti Bláa Lónsins kl. 13:00, við sundlaug íþróttamiðstöðar Voga kl. 14:00 fyrir sundlaugargesti og við gamla vita í Garði kl. 15:15 og Garðskagavita kl. 15:30. Listrænar innsetningar í Garði fara fram í samvinnu við verkefnið Ferska Vinda. Verkefnið Dansað við hafið er unnið í samvinnu við Menningarráð Suðurnesja og er markmið listdansskóla BRYN að styðja við nýsköpun í menningarstarfsemi og efla listlæsi á sviði lista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

-