Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Dansað með Láru og gullfiskunum
Miðvikudagur 18. ágúst 2010 kl. 08:45

Dansað með Láru og gullfiskunum


Nú geta dansunnendur á Suðurnesjum glaðst.  Í sumar hefur stórsveitin Lára og Gullfiskarnir hernumið stóra sviðið í Top of the Rock til æfinga og þar verða haldnir dansleikir fyrsta og þriðja föstudag í allan vetur. Fyrsti dansleikurinn verður föstudaginn 20. ágúst og hefst kl 20:30. Frítt verður á fyrsta dansleikinn, en miðaverðið verður 1.000 kr í vetur. Í hljómsveitinni eru margreyndir tónlistamenn sem hafa spilað á dansleikjum í áratugi. Spiluð eru öll flottu danslögin sem við þekkjum úr íslenskri tónlistarsögu, í bland við erlenda slagara.

Hljómsveitina skipa:
Lára Björg Jónsdóttir – Söngur
Friðrik Ívarsson – Söngur, Bassi
Jón Rósmann Ólafsson – Söngur, Trommur
Örn Gissurarson – Saxafón
Guðmundur Ingólfsson – Gítar
Sigurður Ámundason – Gítar
Jóhann Guðmundsson – Hljómborð
Þorleifur Finnson – Harmonika
Sigfús Eiríksson – Harmonika
Árni Baldursson – Harmonika

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024