Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dansað í menningarhúsi Ásbrúar
Sunnudagur 29. apríl 2012 kl. 00:42

Dansað í menningarhúsi Ásbrúar

Mannlífið blómstrar í menningarhúsinu á Ásbrú, sem í daglegu tali er kallað Andrews. Í gærdag var haldin þar vorsýning BRYN Ballett Akademíunnar, listdansskóla Reykjanesbæjar. Hátt í 200 börn og ungmenni tóku þátt í sýningunni en dagskráin var flutt tvisvar fyrir nær fullu húsi í bæði skiptin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


BRYN Ballett Akademían setur mikinn svip á mannlífið á Ásbrú, enda eru þar um 200 einstaklingar að læra dans. Þá eru nemendur duglegir að taka þátt í jóla- og vorsýningum og nýverið var einnig haldin Dansbikarkeppni á meðal nemenda BRYN.


Ljósmyndari Víkurfrétta kíkti við í dansfjörinu í gær og hefur sett myndir inn í tvö myndasöfn sem má nálgast hér að neðan.

GALLERÝ 1

GALLERÝ 2