Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 10. desember 2001 kl. 09:05

Dansað í kring um jólatré í Innri Njarðvík

Það var mikið stuð á jólaballi barnanna á leikskólanum Holti sem haldið var um sl. helgi. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss eða jólasveinabúninga. Krakkarnir dönsuðu í kring um jólastréið og sungu hástöfum ásamt mömmu og pabba í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík. Síðan gættu allir sér á dýrindis kökum sem foreldrarnir höfðu bakað en það var foreldrafélag Holts sem efndi til jólaballsins. Kaffitár útvegaði kaffið en Hagkaup styrkti foreldrafélagið með ýmsum gjöfum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024