Dansað í kring um jólatré í Innri Njarðvík
Það var mikið stuð á jólaballi barnanna á leikskólanum Holti sem haldið var um sl. helgi. Allir voru klæddir í sitt fínasta púss eða jólasveinabúninga. Krakkarnir dönsuðu í kring um jólastréið og sungu hástöfum ásamt mömmu og pabba í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík. Síðan gættu allir sér á dýrindis kökum sem foreldrarnir höfðu bakað en það var foreldrafélag Holts sem efndi til jólaballsins. Kaffitár útvegaði kaffið en Hagkaup styrkti foreldrafélagið með ýmsum gjöfum.