Dansað á Nesvöllum - myndir
Það var ekki langt undan, fjörið og glensið á Nesvöllum um Ljósanæturhelgina þar sem eldri borgarar dönsuðu bæði dag og nótt. Á föstudeginum var stórskemmtileg danssýning þar sem boðið var upp á ýmsar útfærslur af línudansi og að sjálfsögðu var boðið upp á alla gömlu dansana.
Um kvöldið var svo heljarinnar harmonikkuball þar sem gamla stemningin var rifjuð upp með tilheyrandi danstilþrifum.
Hér má sjá myndasafn frá Nesvöllum frá Ljósanótt.