VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Mannlíf

Dagvistun í Ragnarsseli 20 ára í dag
Miðvikudagur 1. september 2004 kl. 17:24

Dagvistun í Ragnarsseli 20 ára í dag

Margt var um manninn í Ragnarsseli þegar haldið var upp á 20 ára afmæli dagvistunar þar. Dagvistunin í Ragnarsseli er sú eina sinnar tegundar sem rekin er á Suðurnesjum en þar dveljast fötluð börn á aldrinum 0-16 ára á móti skóla eða leikskóla.

Velunnurum, fyrrverandi starfsfólki og mörgum öðrum var boðið ti veislu í tilefni dagsins. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var á staðnum og líka Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri. Tónlistarmaðurinn Halli Valli spilaði á gítar og söng fyrir börnin sem skemmtu sér mjög vel.

Fjórir ungir herramenn komu svo færandi hendi og gáfu Ragnarsseli Playstation 2 leikjatölvu ásamt leiknum Eye Toy. Þessir atorkumiklu strákar hafa staðið fyrir nokkrum hlutaveltum í sumar og ákváðu að færa Ragnarsseli leikjatölvu að gjöf í stað beinna peninga. Eftir að þeir höfðu fest kaup á leikjatölvunni til gjafar Ragnarsseli var hvorki meira né minna en 5000 krónu afgangur af afrakstri sumarsins sem þeir létu af örlæti sínu fylgja með í pakkanum. Glæsilegt framtak hjá strákunum.

 

 

VF-myndir/Jón Björn Ólafsson: Á efstu myndinni eru félagarnir Guðni Friðrik Oddsson, Grétar Þór Sigurðsson, Ísak Ernir Kristinsson og Hafliði Már Brynjarsson að afhenda Ragnarsseli gjöf sína.  

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25