Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagvistun í Ragnarsseli 20 ára í dag
Miðvikudagur 1. september 2004 kl. 17:24

Dagvistun í Ragnarsseli 20 ára í dag

Margt var um manninn í Ragnarsseli þegar haldið var upp á 20 ára afmæli dagvistunar þar. Dagvistunin í Ragnarsseli er sú eina sinnar tegundar sem rekin er á Suðurnesjum en þar dveljast fötluð börn á aldrinum 0-16 ára á móti skóla eða leikskóla.

Velunnurum, fyrrverandi starfsfólki og mörgum öðrum var boðið ti veislu í tilefni dagsins. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var á staðnum og líka Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri. Tónlistarmaðurinn Halli Valli spilaði á gítar og söng fyrir börnin sem skemmtu sér mjög vel.

Fjórir ungir herramenn komu svo færandi hendi og gáfu Ragnarsseli Playstation 2 leikjatölvu ásamt leiknum Eye Toy. Þessir atorkumiklu strákar hafa staðið fyrir nokkrum hlutaveltum í sumar og ákváðu að færa Ragnarsseli leikjatölvu að gjöf í stað beinna peninga. Eftir að þeir höfðu fest kaup á leikjatölvunni til gjafar Ragnarsseli var hvorki meira né minna en 5000 krónu afgangur af afrakstri sumarsins sem þeir létu af örlæti sínu fylgja með í pakkanum. Glæsilegt framtak hjá strákunum.

 

 

VF-myndir/Jón Björn Ólafsson: Á efstu myndinni eru félagarnir Guðni Friðrik Oddsson, Grétar Þór Sigurðsson, Ísak Ernir Kristinsson og Hafliði Már Brynjarsson að afhenda Ragnarsseli gjöf sína.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024