Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur
Föstudagur 9. febrúar 2018 kl. 07:00

Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur

Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins og standa fyrir gríðarlega fjölbreyttu og öflugu skólastarfi. Einn dagur á ári „Dagur tónlistarskólanna“, er tileinkaður þeim og efna skólarnir þá til ýmis konar viðburða til að brjóta upp skólastarfið og vekja athygli á starfsemi sinni. Markmiðið er að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við nærsamfélagið.

Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert, sem að þessu sinni ber upp á þann 10. febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar heldur Dag tónlistarskólanna hátíðlegan að venju með fjölbreyttri dagskrá í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2 sem hefst með opnun Kaffihúss Strengjadeildar kl.10.45 en ágóðinn rennur í ferðasjóð Strengjadeildar.  Nemendur Forskóla 2 fá hljóðfærakynningu og prufutíma á hljóðfæri frá kl.11-12 og á sama tíma verða „Ör-tónleikar“ á þremur tónleikastöðvum í skólanum. Tónfræðikeppnin Kontrapunktur hefst svo kl.12 í tónleikasalnum Bergi.

Dagskráin í heild er á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á Facebooksíðu hans.  Einnig á vef Reykjanesbæjar og Facebooksíðu bæjarins.

Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að kynna sér dagskrá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessum hátíðisdegi íslenskra tónlistarskóla, kíkja við og njóta þess sem í boði er.