Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagur leikskólanna í dag
Miðvikudagur 6. febrúar 2013 kl. 09:15

Dagur leikskólanna í dag

Við bjóðum góðan dag alla daga

Dagur leikskólans er í dag, þann 6.febrúar. Hann er nú haldinn í sjötta sinn.  Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. 

Af þessu tilefni verður  farið í ljósagöngu  frá leikskólanum Holti að Akurskóla þar sem nokkur lög verða sungin  fyrir grunnskólanemendur.  Leikskólabörnin verða með ljós.  Tilgangur ljóssins er að varpa ljósi á leikskólabarnið og mikilvægi leikskólans í samfélaginu.  Gengið verður frá leikskólanum Holti kl.9:00 og síðan verður opið hús á Holti frá kl.10:00-11:00 þar sem við bjóðum gestum og gangandi að koma og kynna sér leikskólastarfið og gleðjast með barninu.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilefni dagsins eru framgluggar Tjarnarsels skreyttir með ljósmyndum af öllum leikskólabörnum í leikskólanum, vegfarendum til skemmtunar og yndisauka. Hliðin sem snýr inn í leikskólann er skreytt af börnunum sjálfum. Einnig verður sett upp kaffihús í fjölnota sal leikskólans og börnum og kennurum boðið upp á heitar vöfflur og súkkulaði að hætti matráða skólans og stjórnendur skólans þjóna til borðs.