DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Heiðarskóla 16. nóvember. Nemendur komu saman á sal skólans og var þar kynnt stutt dagskrá, þar sem verk Jónasar Hallgrímssonar og líf hans og störf voru kynnt. Meðal atriða voru að 10. bekkingar leiklásu smásöguna Þegar drottningin á Englandi fór í orlof, 7. bekkingar sungu Ég bið að heilsa, 5. J. rappaði ljóðið Óhræsið, 4. bekkingar sungu Sáuð þið hana systur mína og 1., 2. og 3. bekkur söng vísuna Buxur, vesti, brók og skór. Auk alls þessa sungu nemendur og kennarar Stóð ég úti í tungsljósi, undir stjórn Guðmundar Hermannssonar tónmenntakennara. Þetta var í fyrsta skiptið, sem dagskrá sem þessi fór fram á sal skólans og þótti vel til takast.