Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagskráin klár fyrir All Tomorrow's Parties
Þriðjudagur 25. júní 2013 kl. 16:39

Dagskráin klár fyrir All Tomorrow's Parties

Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties [ATP] fer fram á Ásbrú 28.-29. júní. Dagskráin fyrir..

Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties [ATP] fer fram á Ásbrú 28.-29. júní. Dagskráin fyrir hátíðina er klár og má sjá hana hér og einnig á myndinni hér fyrir neðan. Meðal þeirra sem koma fram eru Nick Cave and The Bad Seeds, Deerhof, Hjaltalín, Mugison, Múm o.fl. innlendir og erlendir tónlistarmenn.

Samfara tónlistarhátíðinni verður ýmislegt sniðugt í gangi. Þar má nefna að bíósýningar munu yfir daginn en það er fastur liður á ATP hátíðinni sem haldin er víða um heim. Einnig mun Dr. Gunni stýra Popppunkti og á laugardeginum fer fram fótboltamót þar sem tónlistarmennirnir munu leika gegn tónleikagestum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilda Swinton velur kvikmyndir ásamt Jim Jarmusch
Þegar hátíðin var tilkynnt í apríl var sagt frá því að Jim Jarmusch leikstjóri myndi velja bíómyndirnar annan daginn í Andrews Theater. Hinn daginn mun Óskarsverðlaunahafinn Tilda Swinton velja kvikmyndirnar sem sýndar verða. Í dagskránni sem nú er komin er á netið má sjá hvaða myndir þau Jim Jarmusch og Tilda Swinton völdu.

Miðar með gistingu uppseldir
Miðar með gistingu seldust upp fyrir skömmu en í boði voru bæði miðar með herbergi fyrir tvo gesti og miðar með herbergi fyrir fjóra gesti. Þessir miðar eru nú uppseldir. Dagspassar á 9.900 kr. og helgarpassar á 16.900 kr. eru fáanlegir á midi.is.

Rútuferðir á ATP
Til að auðvelda höfuðborgarbúum lífið selur Reykjavík Excursions miða á hátíðina sem fela í sér rútuferðir fram og til baka á hátíðina. Það er bæði hægt að fá helgarpassa og dagpassa með rútuferðum en einnig er hægt að kaupa rútuferðir fyrir alla helgina eða staka daga. Athugið að rúturnar fara upp á Ásbrú frá BSÍ kl. 18:00 og brottför aftur til Reykjavíkur er klukkan 02:00.