Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagskrá tileinkuð Tómasi Þorvaldssyni
Miðvikudagur 16. desember 2009 kl. 08:15

Dagskrá tileinkuð Tómasi Þorvaldssyni


Mánudaginn 28. desember verður dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns Grindavík. Dagskráin er tileinkuð 90 ára afmæli Tómasar Þorvaldssonar sem lést í byrjun desember á síðasta ári. Tómast sinnti mörgum félags- og framfaramálum í sinni heimabyggð.
Kristinn Þórhallson og fleiri segja sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar.
Myndasýning og gömul björgunartæki verða til sýnis. Kvennadeildin verður með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir eru velkomnir en dagskráin er frá kl. 18-20.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024