Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Dagskrá Þrettándagleði í Reykjaneshöll
Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 11:16

Dagskrá Þrettándagleði í Reykjaneshöll

Ákveðið hefur verið að færa dagskrá Þrettándagleði í Reykjaneshöll, en síðustu hefur dagskráin verið við álfabrennu að Iðavöllum. Frá klukkan 18 til 19 verður boðið upp á andlitsmálun og klukkan 19 hefst fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Þar verður tónlist, söngur, grín og glens, álfakóngur og drottning, púkar, Grýla og Leppalúði og jólasveinar mæta á svæðið. Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja og Lúðrasveit Tónlistarskólans verða með tónlistaratriði. Boðið verður upp á heitt kakó í Reykjaneshöllinni.Klukkan 20:30 hefst skrúðganga frá Reykjaneshöll að Iðavöllum og klukkan 21:00 verður Álfbrenna kveikt og jólin kvödd. Björgunarsveitin Suðurnes mun sjá um flugeldasýningu.

VF-ljósmynd/HBB: Frá þrettándagleði í Reykjaneshöll í janúar 2003.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25