Dagskrá Sjóarans síkáta í dag - Þrennir tónleikar
Fimmtudagur 30. maí:
13:00 Fiskur undan steini. Leikskólabörn skreyta girðinguna á móti verslunarmiðstöðinni í tilefni Sjómannadagshelgarinnar.
13:00 - 17:00 Handverksfélagið Greip með opið hús í Framsóknarhúsinu. Fjöldi glæsilegra muna til sýnis.
Salthúsið: Sýning á verkum eftir Guðbjörgu Hlíf Pálsdóttir. Á sýningunni verða vatnslitamyndir af konum við ýmiss störf og einnig fantasíur unnar í blek og olíu. Sýningin stendur til fimmtudagsins 6.júní. Guðbjörg er starfandi listamaður og býr í Grindavík. Hún hefur starfað í mörg ár sem myndlistarkennari og á mörg verk í eigu opinbera aðila. Þar á meðal tvö útilistarverk í eigu Grindavíkurbæjar, afl hafsins ( ölduna ) og dans seglanna ( seglin ). Síðastliðið haust komu út tvær bækur eftir Guðbjörgu sem hún hafði samið og myndskreytt.
14:00 Pílumót Sjóarans síkáta fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Mótið fer fram í húsakynnum Pílufélagsins að Hafnargötu 28. Skráning á Facebook-síðu Félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 29. maí.
18:30 - Pílumót Sjóarans síkáta. Mótið fer fram í húsakynnum Pílufélagsins að Hafnargötu 28. Skráning hjá Ágústi Sv. Bjarnasyni í síma 8976354.
21:00 Tónleikar með Skálmöld í íþróttahúsinu. Miðasala í gegnum www.midi.is
21:00 Tónleikar á Bryggjunni. Grindvíkingurinn Jón Ágúst Eyjólfsson. Á efnisskránni verða lög frá 6. áratugnum aðallega, Elvis, Buddy Holly, Johnny Cash, Villi Vill, Haukur Morthens og fleiri.
22:00 Tónleikar á Salthúsinu. Maggi Eiríkis og KK.
00:00 Kanturinn. Hljómsveitin Contalgen Funeral.