Dagskrá Menningarviku mánudaginn 11. mars
Mánudagur 11. mars
Kl. 07:00 Pottaspjall í sundlauginni. Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.
Kl. 08:00 - 18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars
Guðmundssonar kennara og frístundamálara.
Kl. 10:00 - Leikskólinn Krókur: Nemendur Tónlistarskóla Grindvíkur leika nokkur lög fyrir leikskólabörnin.
Kl. 10:30 - Leikskólinn Laut: Nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur leika nokkur lög fyrir leikskólabörnin.
Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut. Dúkkan Theodóra, föt og fylgihlutir. Theodóra er prjónuð dúkka hönnuð af Helene Magnusson, prjónuð af nokkrum hressum kellum úr Grindó. Einnig verða sokkar úr væntanlegri sokkabók Hlýir fætur til sýnis.
Kl. 10:00 - Verslunarmiðstöðin. Opnuð ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut. Viðfangsefni: „Bærinn minn". Leikskólabörn af Leikskólanum Króki munu setja upp listaverk. Um er að ræða ævintýralega sýningu þar sem hægt verður að sjá hvernig búálfarnir búa og hvernig þeir líta út.
Kl. 11:00 - Sundlaug Grindavíkur - opnuð listsýning nemenda úr 5. bekk grunnskólans.
Kl. 11:00 - 18:00 Bókasafn Grindavíkur - sýning á allskonar skrautskóm úr gleri, leir og öðru efni. Safnið er í eigu Sæbjargar Vilmundsdóttur (Dædu).
Kl. 12:00 - 16:00 Myndlistarsýning í Verkalýðshúsinu. Lóa Sigurðardóttir, Berta Grétarsdóttir, Þóra Loftsdóttir, Anna María Reynisdóttir og Hafdís Helgadóttir sýna verk sín.
Kl. 19:00 - 21:00 Handverksfélagið Greip Skólabraut 8. Opið hús.
Kl. 20:00 Kvikan - Tónleikar: Lógos og söngsveit Karlakórs Keflavíkur skemmta. Aðgangur ókeypis.
Hljómsveitina Lógos skipa Grindvíkingarnir: Jóhann Grétarsson, Viðar Smári Sigurðsson, Sigurbjörg Hilmarsdóttir, Sirrý Erlingsdóttir, Jóna Rúna Erlingsdóttir og Eva Björg Sigurðardóttir. Hljómsveitin leikur létt dægurlög í bland við gospel.
Kl. 21:00 - Bryggjan. Leikarinn Jóhann Sigurðarson syngur lög m.a. úr Fiðlaranum á þakinu. Þorsteinn Gauti bróðir Jóhanns leikur undir.