Dagskrá menningarviku Grindavíkur: Árshátíð, sögustund og Edit Piaf
Ýmislegt er um að vera í dag, þriðjudaginn 5. apríl, á fjórða degi Menningarviku. Þar má nefna árshátíðarleikritð í Grunnskólanum, Edit Piaf á Bryggjunni og sögustund í Aðal-braut. Dagskráin í dag er eftirfarandi:
Kl. 07:30 - Pottaspjall. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi mætir í heitu pottana í Sundlaug Grindavíkur og spjallar við gesti um málefni líðandi stundar.
Kl. 15:30 - Frumsýning á leikriti grunnskólans, Okkar eigin Grindavík - fjallar um unglingalíf á gamansaman hátt. (nemendasýning). Leikstjóri Marta Eiríksdóttir.
Kl. 20:00 - Árshátíðarball unglingastigs grunnskólans. Páll Óskar heldur uppi fjörinu.
Kl. 20:00 - Sögustund í Aðalbraut: Benóný Benediktsson segir frá lífinu í Þórkötlustaðahverfi á árum áður.
Kl. 20:30 Bryggjan - Edit Piaf: Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni undirleikara. Brynhildur lék Edith Piaf á sínum tíma í frægri uppsetningu Þjóðleikhússins. Hún mun fara yfir sýninguna og syngja nokkur lög úr henni.