Dagskrá menningarviku föstudaginn 23. mars
Þá er lokaspretturinn framundan í menningarviku Grindavíkurbæjar. Í dag mætir Gosi í Landsbankann, afhjúpað málsmíðaverk í fjölsmiðju skólans, listastofa Helgu er opin og þá er konukvöld UMFG í Eldborg og skemmtileg krónika á kaffihúsinu Bryggjunni, svo eitthvað sé nefnt. Hér er dagskrá fötsudagsins 23. mars:
Kl. 07:30 - Pottaspjall. Páll Jóhann Pálsson bæjarfulltrúi mætir í heitu pottana í Sundlaug Grindavíkur og spjallar við gesti um málefni líðandi stundar.
Kl. 08:00 - 18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara.
Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut: Vettlingasýning - Sýndur verður fjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum prjónakonum.
Kl. 10:00 - 22:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndaranum Brooks Walker.
Kl. 11:00 - 18:00 Bókasafn Grindavíkur. Brúðusýning Rúnu Gísladóttur myndlistarmanns og kennara. Kynning á Ljósmyndasafni Grindavíkur - hægt að sitja við tölvu, skoða myndir og senda inn upplýsingar um þær.
Kl. 13:00 - Grunnskóli Grindavíkur. Málmsmíðaverk eftir nemendur í fjölsmiðju Grunnskóla Grindavíkur afhjúpað. Allir velkomnir.
Kl. 13:00 - 18:00 Listastofa Helgu. Opin vinnustofa að Vörðusundi 1. Allir velkomnir, léttar veitingar og notaleg stemming .
Kl. 15:00 Landsbankinn: Gosi sjálfur heimsækir krakkana í Grindavík.
Kl. 20:00 - Konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG í Eldborg. Meðal skemmti-atriða: Páll Óskar. Miðasala í Palóma.
Kl. 21:00 Bryggjan - Grindvísk krónika. Diddi rafvirki, Didda í Ásbyrgi, Hilmar Knútsson og Alli sjálfur segja grindvískar sögur eins og þeim einum er lagið.