Dagskrá Ljósanætur í dag - laugardagur
Kl. 09:00 - 11:40
Reykjanesmaraþon - Ljósanæturhlaup
Staðsetning: Sundmiðstöð Keflavíkur
Frítt í sund fyrir alla hlaupara
Hálfmaraþon 21,1 km: Ræsing kl 09:00
10 km hlaup: Ræsing kl 9:45
3,5 km skemmtiskokk: Ræsing kl 9:50
Verðlaunaafhending fer fram um kl. 11:40
Nánari uppl. er að finna á forsíðu ljosanott.is
Kl. 10:00 - 18:00
Ljósanæturflugkoma
Staðsetning: Arnarvöllur við Seltjörn
Hin árlega Ljósanæturflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja er hápunktur vertíðarinnar hjá flugmódelmönnum. Módel af öllum stærðum og gerðum verða á svæðinu.
Kl. 10:00 - 12:00, 15:00 - 17:00
Barnahestar ókeypis far
– Hestateyming fyrir börn
Staðsetning: landnámsdýragarður og grasbali við Vesturbraut
Börnum er boðið í stuttan reiðtúr með barngóðum hestum frá Arctic hestum. Fyrst verða þeir í Landnámsdýragarðinum frá 10:00-12:00 og svo á horni Vesturgötu og Vesturbrautar frá 15:00-17:00.
Kl. 10:00 - 18:00
Yndislegar veitingar - Dögurður
Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, Njarðvík
Bryddað verður upp á þeirri nýjung um helgina að bjóða upp á dögurð/brunch í Kaffitár alla Ljósanæturhelgina. Hnallþórurnar og úrvals kaffið verða auðvitað á sínum stað.
Söngkonan keflvíska Anna Sóley og bróðir hennar Mikael Máni Ásmundsbörn munu spila létta jass-standarda á laugardaginn 1.september frá kl: 15:00-16:00.
Kl. 11:00 - 12:00
Söguganga um Keflavík
- Gengið í fótspor Helga S.
Staðsetning: Duushús
Í samstarfi Byggðasafns Reykjanesbæjar og Félags leiðsögumanna á Suðurnesjum verður gengið um Keflavík og reynt að gera sér í hugarlund hvernig bæjarlífið var á þeim árum sem Helgi S. Jónsson sá mikli menningarfrömuður bjó í bænum. Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir.
Kl. 11:00 - 18:00
Sproti býður börnum í hoppukastala
Staðsetning: Hátíðarsvæði
Landsbankinn býður uppá hoppukastala sem verður staðsettur á hátíðarsvæðinu á laugardaginn milli kl. 11.00 til 18.00. Sproti mun síðan kíkja í heimsókn og heilsa uppá káta krakka kl: 15.00 og 16.00.
Kl. 12:00 - 17:00
Opnun á “Gamla Grágás
- Miðstöð fyrir ungt fólk
Staðsetning: Vallargötu 14
Í sumar hefur ungt fólk á Suðurnesjum unnið að því að standsetja "Gamla Grágásarhúsið" við Vallargötu. Um samstarfsverkefni verkefnisins Energí og trú hjá Keflavíkurkirkju og Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ er að ræða.
Hægt verður að fá sér kaffi og skoða húsið ásamt því að gera góð kaup á fatnaði.
Kl. 13.00
Markaður - Bryggjubásar
Staðsetning: Víkurbraut 6, sama gata og Bykó
Kl. 13:30 - 14:30
Árgangagangan - Og allir með!
Staðsetning: Hafnargatan
Árgangagangan leggur af stað frá Hafnargötu 88. Gangan er öllum opin og viljum við bjóða aðkomugesti Ljósanætur sérstaklega velkomna í gönguna. Þátttakendur hefja gönguna frá því húsnúmeri sem inniheldur fæðingarár viðkomandi. Þeir sem eru fæddir á því herrans ári 1962 mæta t.d. við Hafnargötu 62 og svo framvegis. '62 árgangurinn er einnig minntur á að bera sig sérlega vel í göngunni þetta árið og tryggja að það fari ekki framhjá neinum hver þau eru!
Gengið verður undir stjórn skáta og Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Gangan markar upphaf hátíðarhaldanna og endar við stóra sviðið við Ægisgötu þar sem bæjarstjóri ávarpar gesti.
Kl. 14:00
Sterkasti maður Suðurnesja - Aflraunir
Staðsetning: Á túninu á móts við svarta pakkhúsið.
Keppnin um sterkasta mann Suðurnesja er nú haldin í tíunda skiptið og stefnir í harða baráttu milli nokkurra af öflugustu mönnum sem Suðurnesin hafa alið.
Ekki missa af þessari frábæru skemmtun því sjón er sögu ríkari.
Kl. 14:00 – 17:45
Lífið í bænum (6) kynnir
- Keflavík 25 ára 1974
Staðsetning: Sambíóið Hafnargötu
Opið frá kl. 14
Mynd sem bærinn lét gera í tilefni kaupstaðarréttinda. Sýningar á 45 mínútna fresti frá kl. 14:00 á laugardegi Ljósanætur. Sýningartími: 14:00, 14:45, 15:30, 16:15 og 17:00.
Aðgangur ókeypis.
Kl. 14:00 - 17:00
Skemmtidagskrá á útisviði við
Staðsetning: Ægisgata
Dagskránni stýrir töframaðurinn
óviðjafnanlegi Einar Mikael. Hver veit nema hann töfri fram eitt og annað óvænt á milli atriða.
Ávarp bæjarstjóra
Bryn Ballett Akademían
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Bryn Ballett Akademían
Bestu vinir í bænum
Danskompaní
Taekwondo
Hljómsveit
Kl. 14:30 - 17:30
Syngjandi sveifla – Tónlistardagskrá
í Duushúsum
Staðsetning: Duushús, Duusgötu 2-8
Að venju verður standandi tónlistardagskrá allan laugardaginn í Duushúsum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti og eru til skiptis í Bátasal og Bíósal.
14:30 Bíósalur Kvennakór Suðurnesja
15:00 Bátasalur Söngsveitin Víkingarnir
15:30 Bíósalur Karlakór Keflavíkur
16:30 Bíósalur Sönghópurinn Orfeus
17:00 Bátasalur Sönghópur Suðurnesja
Allir velkomnir!
Kl. 14:30 - 18:00
Líf og fjör í Svarta pakkhúsporti!
Staðsetning: Hafnargata 2
Líf og fjör í portinu þar sem fram koma eftirtaldir:
14:30 Taekwondo
15:00 Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum
16:00 Danskompaní
16:30 Bryn Ballett Akademían
Með fyrirvara um breytingar.
Kl. 14:30 - 18:00
Húllumhæ á Hljómvalshorni
Húllumhæ á Hljómvalshorni þar sem fram koma eftirtaldir:
14:00 Árgangagangan gengur hjá
15:00 Bíla- og bifhjólalest ekur hjá
16:00 Bryn Ballett Akademían
16:30 Taekwondo
17:00 Danskompaní
Með fyrirvara um breytingar.
Kl. 15:00
Fornbílar og bifhjól aka niður Hafnargötu
Að venju mun bílalest fornbíla og bifhjóla gleðja gesti og gangandi á ferð sinni niður Hafnargötuna.
Sýning á Keflavíkurtúni.
Kl. 15:00 - 17:00
Skessan býður í lummur
- Eru ekki allir í lummustuði?
Staðsetning: Skessuhellir í Gróf
Þá er enn og aftur komið að því! Nú er ég búin að taka fram stóru uppskriftabókina mína og fletta upp á lummuuppskriftinni, því það er að koma Ljósanótt. Ég býð ykkur öllum að koma við í hellinum mínum á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá mér dýrindis lummur með strásykri. Nammi namm (það er nú líka nammidagur :-)
Kl. 15:00 - 17:00
Danskompaní
- Frítt - Breikdansnámskeið með Kris
Staðsetning: Smiðjuvöllum 5
Kris úr Area of Stylez (Dans Dans Dans) mun kenna strákum töff og skemmtilegar breikrútínur á föstudag og laugardag. Kris verður að kenna hjá DansKompaní í vetur og er þetta frábært tækifæri fyrir strákana að sjá hvað Kris er að gera.
9-12 ára strákar - kl.15-16
12-16 ára strákar - kl.16-17
Kl. 15:00 - 17:00
Tónleikar í Rokkheimi Rúnars
- Veisla fyrir heilann
Staðsetning: Rokkheimur Rúnars, Skólavegi 12
Tónleikar fyrir utan Rokkheim Rúnars Júlíussonar. Fram koma: Big Band Theory, Eldar, Orfia, Védís Hervör, Gálan, Þór Breiðfjörð og Bjartmar Guðlaugsson.
Kl. 17:00 - 23:59
Psytrance á Ljósanótt – Félag íslenskra raftónlistarmanna
Staðsetning: Óákveðið
Fram munu koma íslenskir raftónlistarmenn sem munu flytja sína eigin tónlist, einnig mun eldlistarmaðurinn Inferno leika listir sínar inn á milli, í takt við tónlistina.
Kl. 20:00 - 21:00
Salsasósa
Staðsetning: Svarta Pakkhúsið
Hljómsveitin Salsasósa spilar suðræna sveiflu og fullt af allskonar! Taumlaus gleði og jafnvel óskalög.
Kl. 20:00 - 23:00
Stórtónleikar á útisviði
Staðsetning: Ægisgata
Að vanda er boðið upp á einstaklega metnaðarfulla tónlistardagskrá á Ljósanótt.
Fram koma:
Blár Ópall - sem sló í gegn í undankeppni Eurovision
Ellý og Vilhjálmur Tribute - Sigurður Guðmundsson, Valdimar Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius
Nýdönsk- sem fagnar 25 ára afmæli á árinu
Retro Stefson - ein allra besta tónleikasveitin á landinu. Sjón er sögu ríkari.
Nánar má lesa um alla flytjendur í Fréttum á ljosanott.is
Kl. 22:15
Bjartasta flugeldasýning
landsins í boði HS. Orku
Staðsetning: Bergið
Bjartasta flugeldasýning landsins í boði HS Orku hf.
Strax að lokinni flugeldasýningunni verður "Gamli bærinn minn" leikinn og að því loknu leikur hljómsveitin Retro Stefson til kl. 23:00 og lýkur kvölddagskránni.
Kl. 23:00 - 03:00
Kl. 23:30 – 04:30
Bandalagið leikur fyrir dansi á Ránni
Staðsetning: Ráin
-Bandalagið með þá Vigni Bergmann og Bubba Einars innanborðs sjá til þess að dansþyrstir fái eitthvað við sitt hæfi.
Kaffi Duus - Veitingar og tónlist
Staðsetning: Kaffi Duus, Duusgötu 2
Hljómsveitin Tandoori johnsson spilar frá kl 23:30 - 04:30
Brjálað stuð, aðgangseyrir kr. 1.500
Gòða skemmtun á Ljósanòtt