Dagskrá Ljósanætur í dag - föstudagur
Kl. 16.00
Markaður - Bryggjubásar
Staðsetning: Víkurbraut 6, sama gata og Bykó
Kl. 16:00 - 02:00
Tjald við Kaffi Duus - Veitingar og skemmtun
Staðsetning: Kaffi Duus
Hljómsveitin Feðgarnir spila í tjaldi frá kl. 23:30-02:00 föstudag og laugardag.
Kl. 17:00 - 19:00
Sterkasti maður Suðurnesja - Aflraunir
Staðsetning: Á túninu á móts við Svarta pakkhúsið.
Keppnin um sterkasta mann Suðurnesja er nú haldin í tíunda skiptið og stefnir í harða baráttu milli nokkurra af öflugustu mönnum sem Suðurnesin hafa alið.
Ekki missa af þessari frábæru skemmtun því sjón er sögu ríkari.
Kl. 17:00 - 20:00
Ljósanæturmót SKEET
– Skotdeild Keflavíkur
Staðsetning:
Skotíþróttasvæðið á Hafnaheiðinni
Skotnar verða 75 dúfur föstudagskvöldið 31. ágúst og byrjar mótið stundvíslega kl 17:30. Mæting er kl 17:00 og skráning á staðnum.
Kl. 17:30 - 22:00
Ljósanæturmót í körfubolta kvenna
Staðsetning: Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Kvennaráð kkd UMFN í samvinnu við Ljósanæturnefnd, stendur fyrir hraðmóti í körfubolta kvenna, í fimmta sinn, dagana 29. og 31. ágúst 2012.
Sjá nánar á ljosanott.is
Kl. 19:00
Ljósanæturmót í pílu
Staðsetning: Hrannargata 6
Ljósanæturmót í pílukasti verður haldið 31-08-2012 kl 19:00.
Mótið fer fram í aðstöðu Pílufélagsins að Hrannargötu 6.
Keppnisgjald er 2500 kr. Skráning er í síma 660-8172 eða 865-4903.
Skráning er til 18:45 31-08-2012. Glæsileg verðlaun.
Kl. 19:00 - 21:00
Kjötsúpa í boði Skólamatar
„Íslensk kjötsúpa, það besta sem ég fæ...“
Staðsetning: Við stóra sviðið, Ægisgötu
Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir!
Kl. 20:00 - 21:00
Salsasósa
Staðsetning: Svarta Pakkhúsið
Hljómsveitin Salsasósa spilar suðræna sveiflu og fullt af allskonar! Taumlaus gleði og jafnvel óskalög.
Kl. 20:00 - 23:00
Stórtónleikar á útisviði
Staðsetning: Ægisgata
GÁLAN - Júlíus Guðmundsson
ELDAR - Björgvin Ívar Baldursson og Valdimar Guðmundsson ásamt hljómsveit.
TILBURY - Dramatískt þjóðlagapopp.
MOSES HIGHTOWER - Seigfljótandi og sálarskotin tónlist.
JÓNAS SIG OG RITVÉLAR FRAMTÍÐARINNAR - Litrík og þétt hljómsveit sem skapar óviðjafnanlega stemningu hvar sem hún kemur.
Lesa má nánar um alla flytjendur í Fréttum á vef Ljósanætur.
Kl. 20:30
Harmonikkuball á Nesvöllum
Staðsetning: Nesvellir
Harmonikkuball. Allir velkomnir.
Kl. 23:30 - 04:30
Júdas svíkur engan
Staðsetning: Ráin
Keflvíska hljómsveitin JÚDAS svíkur engan, leikur og skemmtir heimamönnum og sérvöldu aðkomufólki á Ránni föstudagskvöldið 31. ágúst.
Kaffi Duus
Staðsetning: Kaffi Duus
Hljómsveitin Tandoori johnsson
Brjálað stuð
FRÍTT INN
Gòða skemmtun á ljósanòtt