Dagskrá Ljósanætur í dag - fimmtudagur
Opnun myndlistarsýninga um allan bæ á fimmtudag
Ávallt er mikið um dýrðir seinni part fimmtudags og fram á kvöld þegar myndlistarsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn.
Kl. 05:45 - 21:30
Opinn dagur í Lífsstíl
Staðsetning: Lífsstíll
Vatnsnesvegi og Sundmiðstöð
Lífsstíll líkamsrækt býður frían aðgang að báðum Lífsstíls stöðvunum 30. ágúst. Í Lífsstíl Vatnsnesvegi verða 20 mín. kynningartímar á þeim hóptímum sem í boði verða í vetur frá kl 16, nánar auglýst á lifsstill.net og á facebook síðu Lífsstíls. Einkaþjálfarar Lífsstíls bjóða uppá ýmsar mælingar í Lífsstíl Vatnsnesvegi frá 17 til 19. Tilboð á fæðubótarefnum.
Kl. 10:30 - 11:00
Setning Ljósanætur -Velkomin á Ljósanótt
Staðsetning: Myllubakkaskóli v/Sólvallagötu
Árni Sigfússon bæjarstjóri ávarpar gesti og setur Ljósanótt 2012. Nemendur úr öllum grunnskólum bæjarins, um 2.000 talsins, koma fylktu liði á setninguna og sleppa marglitum blöðrum til himins til tákns um fjölbreytileika mannkynsins.
Kl. 16:00
Bryggjubásar - Markaður
Staðsetning: Víkurbraut 6, sama gata og Bykó
Kl. 17:00 - 23:00
Sölutjald Júdódeildar UMFN - Styrktarsala
Staðsetning: Tjald til móts við Svarta pakkhúsið
Júdódeild UMFN verður með kaffisölu, bakkelsi, svaladrykki, gos, samlokur og nammi til sölu til styrktar Júdódeildinni. Einnig verðum við með Glowsticks og boli merkta deildinni til sölu.
Einnig verða sýnd júdóbrögð og tækifæri gæti gefist til að glíma við iðkendur og þjálfara.
Einnig fös, lau og sun.
Kl. 18:00 - 19:00
Salsasósa
Staðsetning: Svarta Pakkhúsið
Hljómsveitin Salsasósa spilar suðræna sveiflu og fullt af allskonar! Taumlaus gleði og jafnvel óskalög.
Kl. 20.30 - 23:00
Tiplað á tánum
- Lagasmíðar Guðmundar Hreinssonar
Staðsetning: Bíósalur Duus húsum
Söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir flytur lög föður síns Guðmundar Hreinssonar ásamt hljómsveit. Flutt verða eldri lög í bland við nýrri sem ekki hafa heyrst áður.
Kl. 20:00 - 22:00
Sagnakvöld á Nesvöllum
- Ómissandi skemmtun
Staðsetning: Nesvellir
Félag eldri borgara á Suðurnesjum stendur fyrir árlegu sagnakvöldi. Dætur Sigurbergs skósmiðs, þær Rósa, Guðrún, Erla og Erna segja frá æsku sinni og ævi. Allir velkomnir.
Kl. 20:00 - 23:00
Niceland Tónleikar
- Lifandi tónlist á útisviði
Staðsetning: Hafnargata 12 (Hlölla Bátar)
Hér koma saman tónlistarmenn úr öllum áttum, sem eiga það sameiginlegt að hafa allir tekið upp verk sín í hljóðverinu hjá Niceland Productions í Keflavík. Fram koma: Klaus, Limited Copy, Medúsa og Mjólk.
Kl. 22:00 - 24:00
Með blik í auga II
- Gærur, glimmer og gaddavír
Tónlist og tíðarandi áratugarins 1970 - 1980
Staðsetning: Andrews leikhúsið á Ásbrú
Sýningin Gærur, glimmer og gaddavír fjallar um tónlist og tíðaranda áratugarins 1970 - 1980 og er framhald af Með blik í auga sem sló í gegn á síðustu Ljósanótt en þá var fjallað um áratuginn 1950 - 1970.
Stemningin verður rifjuð upp í glæsilegri umgjörð þar sem m.a. verður flutt tónlist eftir Magnús og Jóhann, Brimkló, Stuðmenn, Mána og ýmsa fleiri. Hver man ekki eftir sjónvarpslausum fimmtudagskvöldum og útvarpsleikritunum á gufunni þegar hringvegurinn var málið, Spur og Miranda var drukkið í sjoppunum og saxbauti var í kvöldmatinn?
Meðal flytjenda eru Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir, Bríet Sunna Valdimarsdóttir og Hermannssynir Guðmundur, Karl og Eiríkur. Fjöldi annarra tónlistarmanna af Suðurnesjum taka þátt ásamt hljómsveit.
Tónlistarstjóri er Arnór Vilbergsson.
Handritshöfundur og fararstjóri er Kristján Jóhannsson.
Frumsýning er miðvikudaginn 29. ágúst kl. 20:00.
Önnur sýning fimmtudagskvöld
kl. 22:00 og sú þriðja á lokadegi Ljósanætur sunnudaginn 2. september kl. 20:00.
Miðasala á midi.is.
Kl. 23:00 - 02:30
Retro Stefson með stórtónleika
á Center, Keflavík
Staðsetning: Center, Keflavík
Agent.is kynnir með miklu stolti: Stórtónleika með einni bestu, vinsælustu og flottustu hljómsveit landsins, RETRO STEFSON á skemmtistaðnum Center, Keflavík fimmtudagskvöldið 30. ágúst.
Krakkarnir í Retro Stefson ætla að kick-starta Ljósanótt 2012 með geggjuðum tónleikum á Center. Big Band Theory, 14 manna hljómsveit frá Reykjanesbæ sem hefur verið að koma virkilega á óvart ætla að sjá um upphitun og svo verður kvöldið klárað af plötusnúðum kvöldsins alveg til kl. 04:30.
23:00 | Húsið opnar
00:00 | Big Band Theory
01:00 | Retro Stefson
02:15 | Dj Óli Geir & Dj Joey D
04:30 | Farðu heim að sofa.
Forsala miða hefst á föstudaginn í Galleri Keflavík og kostar litlar 1.000 kr., 1.500 kr. við hurð.