Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagskrá í dag á menningarviku í Grindavík
Þriðjudagur 20. mars 2012 kl. 10:29

Dagskrá í dag á menningarviku í Grindavík



Dagskráin er fjölbreytt í dag þriðjudaginn 20. mars í menningarvikunni. Má þar nefna árshátíðarsýningu (nemendasýningu) í grunnskólanum og árshátíðarball, söng- og vísnakvöld á kaffihúsi Bryggjunnar í umsjá bókasafnsins, leiksýningu í Hósskóla og upplestur í Miðgarði, svo eitthvað sé nefnt. Hér er dagskrá dagsins:

Kl. 07:30 - Pottaspjall. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi mætir í heitu pottana í Sundlaug Grindavíkur og spjallar við gesti um málefni líðandi stundar.

Kl. 08:00 - 18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars Guðmundssonar kennara og frístunda-málara.

Kl. 10:00 - 22:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndaranum Brooks Walker.

Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut: Vettlingasýning - Sýndur verður fjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum
prjónakonum.

Kl. 10:30 - Hópsskóli. Leiksýning. Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið PRUMPUHÓLLINN. Leiksýning fyrir nemendur Hópsskóla og leikskólabörn. Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn er þennan dag.

Kl. 11:00 - 18:00 Bókasafn Grindavíkur. Brúðusýning Rúnu Gísladóttur myndlistarmanns og kennara. Kynning á Ljósmyndasafni Grindavíkur - hægt að sitja við tölvu, skoða myndir og senda inn upplýsingar um þær.

Kl. 13:30 - Miðgarður. Upplestur. Alli á Bryggjunni les úr ævisögu Sigvalda Kaldalóns.

Kl. 16:30 - Árshátíðarsýning (eingöngu fyrir nemendur skólans) á leikriti grunnskólans, SAGAN SEGIR - Gamanleikrit sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í Þórsmerkurferð og slúðrið sem verður eftir ferðina. Dans og söngatriði fléttast inn í leikritið. Leikstjóri: Guðmundur Jónas Haraldsson. Helstu hlutverk: Lára Lind Jakobsdóttir, Nína María Ragnarsdóttir, Íris Ósk Hallgrímsdóttir, Daníel Jónasson, Valgerður María Þorsteinsdóttir og Katla Marín Þormarsdóttir.
Leikritið er samið af unglingunum sjálfum. Textar: Valgerður og Lára Lind. Danshöfundar: Valgerður og Lára Lind.

Kl. 20:00 - Árshátíðarball unglingastigs grunnskólans. Ingó og Veðurguðirnir halda uppi fjörinu.

Kl. 20:30 Söng- og vísnakvöld á Kaffihúsi Kvikunnar í umsjón Bókasafns Grindavíkur. Agnar Steinarsson verður við stjórn. Meðal þeirra sem koma fram eru Bakkalábandið, sem syngur lögin hennar Möggu, Sæbjörg M. Vilmundsdóttir (Dæda), sem flytur eigið efni og syngur líka með Friðarliljunum, Jón Ágúst Eyjólfsson, trúbador, Grænabakkabandið og fleiri. Kaffi og gott meðlæti úr Kaffihúsi Láka í Kvikunni (tilboð á kaffi og kökum.)
Kynning verður á Ljósmyndasafni Grindavíkur - (gömlum og nýjum myndum varpað á vegg).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024