Dagskrá Heilsu - og forvarnarviku í dag
Dagskrá miðvikudagsins 5. október í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar.
Kl: 06:00 - 07:00 Sundmiðstöðin. Þríþrautardeild UMFN og Reykjanesbær bjóða einstaklingum upp á kennslu og leiðbeiningar í þeim greinum sem tilheyra þríþraut. Á æfingum fær fólk kennslu og leiðsögn eftir þörfum hvers og eins.
Kl: 9:30 Yogatími á útisvæði leikskólans Gimli. Stúlkur á Valhöll ásamt kennurum kjarnans bjóða foreldrum og öðrum velunnurum að taka þátt í yogaiðkun undir handleiðslu Guðrúnar Gunnarsdóttur yogakennara.
Kl: 9:00 Boltaleikfimi á Nesvöllum í boði tómstundastarfs eldri borgara.
Kl: 13:00 - 20:00 Íþróttahúsið á Ásbrú býður frítt í skvass
Kl: 14:00 - 16:00 Opið hús hjá Lundi, Suðurgötu 15. Kynning og heitt kaffi á könnunni.
Kl: 14:00 Fermingarfræðsla fyrir börn úr Njarðvíkurskóla í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Samhengi forvarna og trúar.
Kl: 15:10 Fermingarfræðsla fyrir börn í Akurskóla. Samhengi forvarna og trúar.
Kl: 15:00 - 18:00 Arka kynnir í Nettó Reykjanesbæ Berry safa.
Kl: 16:00 – 18:00 Opið hús í Heilsumiðstöð Birgittu, Hafnargötu 48a, frí heilsu-og næringarráðgjöf.
Kl: 17:25 Lífsstíll Vatnsnesvegi. Opinn tími Insanity
Kl: 18:00 Stapaganga. Starfsfólk leikskólans Holts býður til göngu. Lagt af stað frá Tjarnargrillinu. Allir velkomnir.
Kl: 19:30 Stelpuklúbbur Fjörheima í umsjá Söru Björnsdóttur. Viðburður sérstaklega ætlaður stúlkum í 8. – 10. Bekkjum grunnskóla Reykjanesbæjar
Kl: 20:00 - 21:30 Skátafélagið Heiðabúar í Reykjanesbæ bjóða á kvöldvöku í skátaheimilinu Hringbraut 101. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kl: 20:00 Heilbrigð heilsuefling Gunnlaugur Birgisson, sjúkraþjálfari og Harpa Eiríksdóttir sem hefur lést um xx kíló með aðstoð næringar- og offituteymis Reykjalundar. Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Keilis, Grænásbraut 910.
Frír aðgangur í báðar Lífsstílstöðvarnar, í Lífsstíl Vatnsnesvegi og Sundmiðstöðinni.
Heilsuhúsið Reykjanesbæ er með kynningu og kynningartilboð á Balance Bold(Jona-armböndin)
Forvarnardagur forsetans Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli, fer fram í grunnskólum landsins í 6 sinn. Sú nýjung á sér nú stað að framhaldsskólar landsins taka í fyrst sinn þátt í Forvarnardeginum og verða í með myndbandasamkeppni milli framhaldsskólanna.