Dagskrá fyrir alla í dag
Dagskrá Ljósanætur er viðamikil í dag. Klukkan 12 opnar Leikjaland á Tjarnargötu við Svarta pakkhúsið og frá 12 til 16 býður Café Duus upp á andlistmálun fyrir börn. Klukkan 14 kemur Georg í heimsókn í Íslandsbanka og heilsar upp á krakkana og frá 14 til 18 munu Skátar sýna starf sitt á grasflötinni við Vesturbraut, en Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson mæta þangað með gítarana klukkan 17. Frá klukkan 16 til 16:45 verður Töfraleikhús sýnt í húsi Tryggingamiðstöðvarinnar og frá 16 til 17 býður mótorhjólaklúbburinn Ernir börnum og unglingum í hjólarúnt á SBK planinu. Hestvagnaferðir Víkurhesta verða farnar frá Upplýsingamiðstöðinni, Hafnargötu 8 og á útisviðinu á Hafnargötu koma ýmsar hljómsveitir fram og skemmta bæjarbúum, en þar verða einnig óvæntar uppákomur.