Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagskrá Fjölskylduhátíðarinnar í Vogum
Laugardagur 29. júlí 2006 kl. 14:48

Dagskrá Fjölskylduhátíðarinnar í Vogum

Dagskrá Fjölskylduhátíðarinnar í Vogum á Vatnsleysuströnd er nú reiðubúin en Fjölskylduhátíðin fer fram laugardaginn 12. ágúst næstkomandi.

Á dagskránni ber helst að nefna dorgveiðikeppnina, handverksmarkaðinn, Bríet Sunna tekur lagið, skrúðgangan verður á sínum stað og um kvöldið verður fjölskylduball.

Dagskrá Fjölskylduhátíðarinnar í Vogum (birt með fyrirvara um breytingar):

09:30 -11:00 Dorgveiðikeppni,verðlaun veitt fyrir stærsta fiskinn, þann furðulegasta og ljótasta.

Öll börn verða að vera í fylgd með fullorðnum á bryggjunni. Þeir sem eiga björgunarvesti eru beðnir um að mæta í þeim. Allir fá þátttökupening.

11:00 Fyrirtækja og hópakeppnin hefur aldrei verið flottari,skráning hafin í félagsmiðstöð 424 6882.

10:00-17:00  Handverksmarkaður í Björgunarsveitarskýlinu. Myndlistasýning barna og unglinga úr félagsmiðstöðinni Borunni vor/sumar 2006. Allir velkomnir að selja handverk sitt sem vilja. Skráning hjá Tómstundafulltrúa í síma 424 6882 milli 10-14 alla virka daga meðan húsrúm leyfir.

12:30 Keppendur í Kassabílarallýinu koma sér fyrir á start línunni.  Keppt verður um 1 sætið, furðulegasta bílinn og flottasta bílinn.  Allir að hefja smíðarnar. ( mótor bannaður)

14-17:00  Lifandi tónlist  yfir daginn í Aragerðinu með tilheyrandi  fjöri.

14:10 Skoppa og Skrítla koma aftur  frá Ævintýralandi, með nýjar sögur og ævintýri..

Götuleikhúshópur verður sýnilegur í Vogunum yfir daginn, með tilheyrandi uppákomum.

-Verkefnabás barnastarfs Kálfatjarnakirkju, sýning á starfi TTT og sunnudagaskólans.

-Kúlulottó barnanna fer fram á hátíðarsvæðinu. Allir krakkar freista gæfunnar.  Leit fer fram í Aragerðinu á hátíðarsvæðinu. Skemmtileg verðlaun.  Allir krakkar á aldrinum 2-10 ára geta tekið þátt.

Sjöfn

-Skátarnir verða með verkefnabás og taka þátt í hátíðarhöldunum, verða með kassaklifur, kanóa og ýmsa leiki.

Sjöfn,Hekla og Berglind taka lagið fyrir okkur.

-Risalúdó, krikket, tennis risa mylla og fleiri smáleiksvæði útbúin,andlitsmálning og margt fl.

-Veltibíll Sjóvá verður á svæðinu og leyfir gestum að prófa.

15:30 Idolhetja Vogabúa hún Briet Sunna kemur og tekur nokkur lögJ

16:15 Keppt verður í Risafótbolta.   Skráning liða fer fram í félagsmiðstöðinni, í liðinu verða  að vera 5 hressir kappar eða gellur. Snilldarverðlaun.

-Stelpur frá U.M.F.Þ. Sýna dans.

-Flóamarkaður Foreldrafélags leikskólans verður á svæðinu.  Kvenfélagið mun selja vöfflur & kakó. U.M.F.Þ. verður með sjoppu þar sem hægt verður að kaupa alls kyns gotterí.

-Hoppi og skoppi mæta á svæðið með enn flottari tæki en áður.  Camelot Risarennibrautir , Mount Everest klifurveggur, Uppblásin köngulóavefur, Stór Hoppikastali og fl.FRÍTT.

-Einnig verður á svæðinu 16 manna hringekja fyrir börn og fullorðna. kr 400.

17:00 Olsen Olsen keppnin sívinsæla haldin í hliðarsal íþróttahússins. Skemmtileg verðlaun.

18.00 Kassaklifur á vegum  skátana.

18.30-19:45  Hverfagrill. Bænum skipt í 4 hverfi, allir draga alla með sér út til að vera með. Hverfin skipta sér í fylkingar og skapa stemmingu, fengnir verða  KÓNGAR/DROTTNINGAR  á grillin.

 Allir fá kók,pylsu og meðlæti. Hverfaskipting auglýst sér.

19.45 Skrúðganga  úr hverju hverfi í Aragerðið, með fjöri, látum og stemmingu. Allir taka höndum saman.

20:00 Fjölskylduball í Aragerði með Ingó IDOL & veðurguðunum,  allir að mæta með fjölskyldunni og skemmta sér saman. Veitt verða verðlaun fyrir keppnir dagsins. Ýmsar uppákomur og gleði. Götuleikhúsið sýnir tilþrif við eldgleypingar og ýmislegt skemmtilegt.

21:30 Þorvaldur & Heiða taka nokkur lög á gítarinn og verða með brekkusöngs stemmningu.

22:00 Stórglæsileg  flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis

23:30 Viðburður auglýstur síðar

 

VF-myndir/ frá Fjölskylduhátíð Voga á síðasta ári

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024