Dagskrá dagsins í menningarviku Grindavíkur
Dagskráin í dag, mánudaginn 19. mars, í menningarviku Grindavíkur, er fjölbreytt og glæsileg. Opnaðar verða ljósmyndasýningar leikskólabarna, lóðasýning nemenda, Friðarliljur skemmta, opið hús hjá Greip og svo tveir stórtónleikar í kvöld; Gospelkór Fíladelfíu og Kvartett Einars Scheving, svo eitthvað sé nefnt. Dagskrána má sjá hér:
Kl. 08:00 - 18:00 Verslunarmiðstöðin 2. hæð - Málverkasýning. Opin sýning á málverkum Pálmars Guðmundssonar kennara og frístundamálara.
Kl. 10:00 - 22:00 Northern Light Inn. Tolli með málverkasýningu. Einnig verður ljósmyndasýning þar sem myndir birtast á stóru tjaldi. Myndefnið er Ísland og eru teknar af ljósmyndaranum Brooks Walker.
Kl. 10:00 - 22:00 Aðalbraut: Vettlingasýning - Sýndur verður fjöldinn allur af heimaprjónuðum og hekluðum vettlingum frá grindvískum
prjónakonum.
Kl. 10:00 - Verslunarmiðstöðin. Opnuð ljósmyndasýning leikskólabarna frá Leikskólanum Laut. Viðfangsefni: „Bærinn minn".
Nemendur úr 1. bekk Hópsskóla munu einnig koma fyrir listaverki sem ber heitið „Grindavík bærinn okkar" og leikskólabörn af Leikskólanum Króki munu einnig setja upp nokkur listaverk.
Kl. 11:00 - Sundlaug Grindavíkur - opnuð ljóðasýning nemenda úr 5. bekk grunnskólans.
Kl. 11:00 - 18:00 Bókasafn Grindavíkur. Brúðusýning Rúnu Gísladóttur myndlistarmanns og kennara. Kynning á Ljósmyndasafni
Grindavíkur - hægt að sitja við tölvu, skoða myndir og senda inn upplýsingar um þær.
Kl. 14:30 - Víðihlíð. Friðarliljurnar skemmta.
Kl. 19:00 - 21:00 Handverksfélagið Greip Skólabraut 8. Opið hús.
Kl. 20:00 Grindavíkurkirkja - Tónleikar Gospelkórs Fíladelfíu. Kórinn sér um söng á flestum sunnu-dagssamkomum Fíladelfíukirkjunnar og heldur þar að auki nokkra tónleika á hverju ári. Þekktir eru hinir árlegu jólatónleikar sem RÚV hefur sýnt frá sl. 10 ár. Dagskrá kórsins er allt frá hefðbundnum sálmum í fjörugt Gospel og allt þar á milli. Með kórnum að þessu sinni kemur frábær hljómsveit skipuð landsfrægum hljóðfæraleikurum. Með kórnum syngur Grindvíkingurinn Margrét Einarsdóttir. Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn 13 - 18 ára.
Kl. 21:00 - Bryggjan. Kvartett Einars Scheving. Kvartettinn skipa: Einar Scheving, trommur. Eyþór Gunnarsson, píanó, Óskar Guðjónsson, sax og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi.
Einar Scheving hefur verið eftirsóttur trommuleikari í bæði djass- og popptónlist frá unglingsaldri og hefur hann leikið inn á yfir 100 geisla-diska. Einar útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH, stundaði framhaldsnám við University of Miami og lauk þaðan MA-prófi árið 2002. Hann varð kennari við skólann að námi loknu, en samhliða því starfaði hann sem tónlistarmaður þar vestra. Einar hefur lagt aukna áherslu á tónsmíðar í seinni tíð, og hefur hann þrisvar sinnum hlotið Íslensku Tónlistarverðlaunin, m.a. fyrir plöturnar Cycles (2007) og Land míns föður (2011).