Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Dagskrá 17. júní 2011 í Grindavík
Fimmtudagur 16. júní 2011 kl. 11:38

Dagskrá 17. júní 2011 í Grindavík

17. júní hátíðarhöld í Grindavík verða að þessu sinni á grassvæðinu á milli Gula hússins, íþróttamiðstöðvar og sundlaugarinnar. Dagskráin verður fjölbreytt og sniðin fyrir börnin en að vanda ber söngvakeppni barna hæst. Íþróttafólk er hvatt til þess að mæta í hátíðarguðsþjónustu í Grindavíkurkirkju. Dagskrá 17. júní er eftirfarandi:

Kl. 08:00 Fánar dregnir að húni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
• Sr. Elinborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.
• Ræðumaður : Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
• Einsöngvari : Berta Dröfn Ómarsdóttir.
• Kór Grindavíkurkirkju syngur ættjarðarsálma undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur organista.
• Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Kl.14:00. Karamelluregn á Landsbankatúninu.

Kl.14:15. Skrúðganga frá Landsbankatúninu að Íþróttasvæði knattspyrnudeildar UMFG við Gula húsið.

Kl.14:30. Skemmtidagskrá á túninu við Gula húsið.
• Setning : Forseti bæjarstjórnar Bryndís Gunnlaugsdóttir flytur ávarp.
• Ávarp fjallkonu: Rakel Eva Eiríksdóttir.
• Söngatriði: Pálmar Guðmundsson tekur nokkur létt lög.
• Helgi töframaður sýnir töfrabrögð.
• Söngvakeppni 14 ára og yngri. ( Forkeppni verður haldin í Kvennó fimmtudaginn 16. júní kl. 18:00, skráning á staðnum).
• Solla stirða ásamt föruneyti mætir á staðinn.
• Hoppukastalar.
• Andlitsmálun fyrir hressa krakka.
• Knattspyrnuþrautir.
• Golfþrautir.
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak.
• Kynnir er Þorsteinn Gunnarsson.

Slysavarnarsveitin Þórkatla verður með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum.
Kl. 17:00 Dagskrárlok.

Umsjón: Knattspyrnudeild UMFG og íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkurbæjar.