Dagný Halla sigraði í Samsuð
Hæfileikaríkir unglingar á Suðurnesjum
Dagný Halla Ágústsdóttir sigraði í hæfileikakeppni Samsuð en hún fór fram í Stapa í síðustu viku. Dagný söng lagið Disco með Lana Del Rey og spilaði á gítar. Danshópurinn Súkkulaðiseríurnar sigraði í hópakeppninni. Keppnin er haldin á vegum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum.
Dj Sveppz fór á kostum sem kynnir á kvöldinu. Atriðin voru 11 talsins og hæfileikarnir leyndu sér ekki hjá Suðurnesjafólki. Í dómarahléinu tók M8´s siguratriðið frá því í hópakeppninni í fyrra lagið fyrir áhorfendur. Atriðin í keppninni sjálfri voru mjög fjölbreytt að vanda, trommu concert, fimleikatriði, söngur og dans.
Einnig fór fram söngkeppni Samsuð, en þar voru atriði valin til að taka þátt í undankeppni Samfés (Kraginn) sem fer fram í Stapa næstkomandi föstudag. Um 200 unglingar af Suðurnesjum mættu til að styðja sína félagsmiðstöð og skemmtu sér svo konunglega á balli eftir keppnina. Hæfileikakeppni Samsuð er stærsti viðburðurinn á vegum Samsuð og hefur hún verið haldin frá árinu 2013.
Dagný Halla með gítarinn á sviðinu.