Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 30. janúar 2002 kl. 15:37

Dagdvöl aldraðra úr 16 plássum í 19

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur samþykkt að fjölga dagvistarýmum aldraðra að Suðurgötu 12-14 um þrjú frá og með 1. febrúar næstkomandi. Rýmin voru tíu í upphafi en hefur fjölgað jafnt og þétt síðan, u.þ.b. 30 einstaklingar nýta sér þessa þjónustu í hverjum mánuði og Kolbrún Jónsdóttir, öldrunarfulltrúi Reykjanesbæjar, segir þessa fjölgun ánægjulega á afmælisári, en Dagdvöl aldraðra var sett á fót fyrir tæpum tíu árum eða þann 23. september 1992. Fjöldi rýma er því orðinn ásættanlegur miðað við núverandi húsnæði að Suðurgötu 12-14.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024