Dagbók Önnu Sigríðar
Vaknaði um átta og bjó til hafragraut fyrir okkur hjónin. Ég byrja alla daga á hafragraut með bláberjum og mjólk og tek inn lýsi og fjölvítamín. Góður kaffibolli rann svo ljúft niður með Mogganum. Dagurinn hófst á morgungöngu meðfram sjónum, það var bjart úti og veðrið yndislegt. Ég baka mikið þessa dagana og gott er að hafa gróft brauð í hádeginu beint úr ofninum, ég fæ krakkana alltaf til að borða gróft brauð ef það er nýtt og þannig fá þau trefjar fyrir daginn, ég læt upppskriftina fylgja, hún er svo auðveld og allir geta bakað þetta.