Dagbjörg með kompusölu
Kvennasveitin Dagbjörg stóð fyrir kompusölu í gamla Félagsbíói við Túngötu í Reykjanesbæ í gær. Salan var til styrktar Björgunarsveitinni Suðurnes og var tekið við munum sem fólk hafði ekki not eða kompurými fyrir.
Einnig höfðu meðlimir bakað kökur sem seldar voru til styrktar málefninu. Fulltrúar Dagbjargar sögðu í samtali við Víkurfréttir að viðtökur almennings hafi verið góðar en fleiri hefðu mátt koma á markaðinn.
VF-mynd/Þorgils
Einnig höfðu meðlimir bakað kökur sem seldar voru til styrktar málefninu. Fulltrúar Dagbjargar sögðu í samtali við Víkurfréttir að viðtökur almennings hafi verið góðar en fleiri hefðu mátt koma á markaðinn.
VF-mynd/Þorgils