Dagatal slökkviliðsmanna komið í sölu
Munu styrkja systurnar Helenu og Emiliu Keilen í ár.
Nú er komið í sölu dagatal Félags starfsmanna Brunavarna Suðurnesja. Hægt verður að kaupa dagatalið á
slökkvistöðinni, í Sporthúsinu og einnig verður það selt í Nettó og Bónus fyrir jólin.
Í ár munu slökkviliðsmenn styrkja systurnar Helenu og Emiliu Keilen, sem eru með arfgengan sjúkdóm í hvatberum. Sjúkdómur af þessu tagi hefur víðtæk áhrif á líffærastarfsemi og veldur oftast alvarlegum frávikum í starfsemi miðtaugakerfis. Heilsufar systranna hefur verið mjög slæmt síðustu ár vegna tíðrar lungnasýkinga og óviðráðanlegra floga. Fjölskyldan fer erlendis í janúar til meðferðar en öll ráð hafa verið reynd sem í boði eru hér á landi. Þessi ferð er mjög kostnaðarsöm og er eingöngu kostuð af fjölskyldunni.
Dagatalið kostar 2000.