Daði sópaði verðlaunum til Reykjanesbæjar
Daði, sem er Yorkshier Terrier, sópaði að sér verðlaunum á alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ sem fram fór í Kópavogi á dögunum.
Daði (Yorkshier Terrier Gulltoppa Daði) er ræktun og í eigu Sigrúnar Grétu Einarsdóttur og Þórarins Pálssonar en á fósturmóður í Reykjanesbæ sem er Jekaterina Filipova og býr á Ásbrú.
Daði hlaut þrenn fyrstu verðlaun á sýningunni og alþjóðleg meistarastig sem besti rakki, besti hundur tegundar og í tegundar hópnum.