Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Crete er nýjasta verk Smára Guðmundssonar
Laugardagur 2. apríl 2022 kl. 07:37

Crete er nýjasta verk Smára Guðmundssonar

Smári Guðmundsson hefur gefið út smáskífuna Crete sem inniheldur tvö ný lög. Lögin voru samin á Krít þegar Smári var þar við vinnu við undirbúning hátíðarinnar We Love Stories sem fer fram á grísku eyjunni í apríl á þessu ári.

Hátíðin We Love Stories er sett upp af listahópnum Story for Food sem Smári hefur áður unnið með við uppsetningu útvarpsleikrita í Berlín í Þýskalandi. Á hátíðinni koma rithöfundar og sögufólk saman og lesa upp úr verkum sínum. Smári sá um að semja og taka upp hljóðheiminn sem mun hljóma undir upplestri höfundanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá daga sem Smári dvaldi á Krít fékkst hann einnig við að semja nýja tónlist sem sækir innblástur í umhverfi og menningu Miðjarðarhafseyjarinnar. Sú tónlist kemur nú út á smáskífunni Crete. Heyra má sterk grísk áhrif í tónlistinni sem er drifin áfram af hinu klassíska gríska hljóðfæri bouszouki.

Smári Guðmundsson er þekktastur sem hluti af hinni góðukunnu hljómsveit Klassart. Hann hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni svo sem stórvirkið The Apotheker sem kom út árinu 2021. Þá hefur Smári fengist við að semja fyrir leiksviðið og var verk hans Mystery Boy, í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur, valin áhugaleiksýning ársins 2018 og sýnd á fjölum Þjóðleikhússins.

Upptökur á Crete fóru að mestu leyti fram á Krít en þó einnig á Íslandi í hljóðverinu Smástirni. Smári sá sjálfur um allan hljóðfæraleik utan þess að Halldór Lárusson spilaði á trommur í öðru laganna. Stefán Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus sá um listræna hljóðblöndun og Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios hljóðjafnaði. Hönnun umslags var í höndum Björgvins Guðjónssonar. Hægt er að nálgast Crete á öllum helstu streymisveitum.