Corvettan endurbyggð skrúfu fyrir skúfu
Hafið þið áhugamál sem þið hafið eytt 1.100 klukkutímum í sl. 5 ár? Það hefur Birgir Pálmason sem þekktur er fyrir að hafa gert upp nokkra glæsilega bíla á Suðurnesjunum. Birgir keypti Chevrolet Corvette Stingray árgerð 1976 þann 7. janúar 1998 og hefur verið að „dunda“ sér við að gera hana upp síðan þá.„Þegar ég keypti bílinn,“ segir Birgir: „hélt ég að hann væri í betra ástandi en síðar kom í ljós. Bíllinn hafði staðið niðri á höfn í Reykjavík og var nokkuð illa farinn af salti og hafði ryðgað töluvert.“
Birgir er vanur því að hafa einhvern bíl til að gera upp í aðstöðunni sem hann hefur komið sér upp á Iðavöllum: „Ég gerði upp Willys Overland sem var upprunalega árgerð 1946. Það tók mig þrjú ár að gera þann bíl upp, en eins og margir vita var bílnum velt á Hafnargötunni þar sem hann skemmdist töluvert. Ég keypti bílinn þá aftur og gerði hann upp að nýju,“ segir Birgir og það er greinilegt að hann verður að hafa bíl í skúrnum hjá sér: „Þetta er ótrúlega gaman og sérstaklega þegar maður sér árangurinn af vinnu sinni.“
Þegar Birgir hóf endurgerð Corvettunnar setti hann sér það markmið að vinna einhverja stund í bílnum á hverjum einasta degi: „Ég hef haldið dagbók um vinnuna mína og fyrstu tvö árin kom ég við í skúrnum á hverjum einasta degi. Ég get séð hvað ég hef unnið lengi í bílnum akkúrat fyrir ári síðan með því að kíkja í dagbókina mína,“ segir Birgir.
Eins og áður segir var Corvettan í slæmu ásigkomulagi þegar Birgir fékk hana í hendur, illa farin af salti og ryki: „Við höfum þurft að taka upp hverja einustu skrúfu í bílnum, við gerðum einfaldlega aðgerð á honum. Við höfum sandblásið allt og málað og grindin er alveg tilbúin. Við höfum líka breytt vélarhlífinni og sett á hana göt fyrir innblástur. Við höfum einnig gert smávægilegar breytingar á ljósabúnaðinum,“ segir Birgir og opnar skáp sem er fullur af allskyns hlutum sem eiga eftir að fara í Corvettuna þegar „boodýið“ verður sett á hana.
Gauti, sonur Birgis hefur hjálpað föður sínum mikið í að gera upp bílinn og þeir eru báðir jafn áhugasamir um að koma bílnum sem fyrst á götuna. Kostnaðurinn við að gera svona bíl upp er mikill og segir Birgir að það sé erfitt að fá varahluti í bílinn: „Maður þarf að panta allt að utan og það getur verið erfitt að fá hluti í bílinn. Þessu fylgir töluverður kostnaður og maður verður að spila eftir því, enda er þetta áhugamál en ekki kvöð.“
Vélin er komin í grindina og er hún gljáandi falleg eins og reyndar öll grindin: „Þetta er 350 vél sem skilar venjulega um 345 hestöflum, en eftir breytingar sem við gerðum kemur hún til með að skila um 420 hestöflum,“ segir Gauti og brosir.
Þeir feðgar vonast til að bíllinn komist á götuna í sumar en það fer eftir því hvernig gengur að fá þá varahluti sem enn vantar í bílinn. Birgir segir að hann sé búinn að gera marga bíla upp og hafi selt þá alla frá sér: „Það er algjört bannorð í mínum huga að selja þennan bíl. Ég hef lagt gríðarlega vinnu í þetta og hef aldrei kafað svona djúpt í nokkuð farartæki. Þennan bíl ætla ég að eiga,“ segir Birgir og Gauti sonur hans bætir við: „Pabbi er búinn að biðja okkur systkinin að grafa stóra holu þegar hann deyr, leggja hann í bílinn og renna honum ofan í holuna og moka yfir,“ segir Gauti og hlær. Bílablað Víkurfrétta mun að sjálfsögðu fylgjast áfram með smíði bílsins og vonandi mun Stingray Corvetta árgerð 1976 sjást á rúntinum á götum Suðurnesja í sumar.
Sjá nánar VF BÍLAR með Víkurfréttum á morgun.
Birgir er vanur því að hafa einhvern bíl til að gera upp í aðstöðunni sem hann hefur komið sér upp á Iðavöllum: „Ég gerði upp Willys Overland sem var upprunalega árgerð 1946. Það tók mig þrjú ár að gera þann bíl upp, en eins og margir vita var bílnum velt á Hafnargötunni þar sem hann skemmdist töluvert. Ég keypti bílinn þá aftur og gerði hann upp að nýju,“ segir Birgir og það er greinilegt að hann verður að hafa bíl í skúrnum hjá sér: „Þetta er ótrúlega gaman og sérstaklega þegar maður sér árangurinn af vinnu sinni.“
Þegar Birgir hóf endurgerð Corvettunnar setti hann sér það markmið að vinna einhverja stund í bílnum á hverjum einasta degi: „Ég hef haldið dagbók um vinnuna mína og fyrstu tvö árin kom ég við í skúrnum á hverjum einasta degi. Ég get séð hvað ég hef unnið lengi í bílnum akkúrat fyrir ári síðan með því að kíkja í dagbókina mína,“ segir Birgir.
Eins og áður segir var Corvettan í slæmu ásigkomulagi þegar Birgir fékk hana í hendur, illa farin af salti og ryki: „Við höfum þurft að taka upp hverja einustu skrúfu í bílnum, við gerðum einfaldlega aðgerð á honum. Við höfum sandblásið allt og málað og grindin er alveg tilbúin. Við höfum líka breytt vélarhlífinni og sett á hana göt fyrir innblástur. Við höfum einnig gert smávægilegar breytingar á ljósabúnaðinum,“ segir Birgir og opnar skáp sem er fullur af allskyns hlutum sem eiga eftir að fara í Corvettuna þegar „boodýið“ verður sett á hana.
Gauti, sonur Birgis hefur hjálpað föður sínum mikið í að gera upp bílinn og þeir eru báðir jafn áhugasamir um að koma bílnum sem fyrst á götuna. Kostnaðurinn við að gera svona bíl upp er mikill og segir Birgir að það sé erfitt að fá varahluti í bílinn: „Maður þarf að panta allt að utan og það getur verið erfitt að fá hluti í bílinn. Þessu fylgir töluverður kostnaður og maður verður að spila eftir því, enda er þetta áhugamál en ekki kvöð.“
Vélin er komin í grindina og er hún gljáandi falleg eins og reyndar öll grindin: „Þetta er 350 vél sem skilar venjulega um 345 hestöflum, en eftir breytingar sem við gerðum kemur hún til með að skila um 420 hestöflum,“ segir Gauti og brosir.
Þeir feðgar vonast til að bíllinn komist á götuna í sumar en það fer eftir því hvernig gengur að fá þá varahluti sem enn vantar í bílinn. Birgir segir að hann sé búinn að gera marga bíla upp og hafi selt þá alla frá sér: „Það er algjört bannorð í mínum huga að selja þennan bíl. Ég hef lagt gríðarlega vinnu í þetta og hef aldrei kafað svona djúpt í nokkuð farartæki. Þennan bíl ætla ég að eiga,“ segir Birgir og Gauti sonur hans bætir við: „Pabbi er búinn að biðja okkur systkinin að grafa stóra holu þegar hann deyr, leggja hann í bílinn og renna honum ofan í holuna og moka yfir,“ segir Gauti og hlær. Bílablað Víkurfrétta mun að sjálfsögðu fylgjast áfram með smíði bílsins og vonandi mun Stingray Corvetta árgerð 1976 sjást á rúntinum á götum Suðurnesja í sumar.
Sjá nánar VF BÍLAR með Víkurfréttum á morgun.