Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Codland leigir efri hæð Kvikunnar
Sunnudagur 17. nóvember 2013 kl. 09:25

Codland leigir efri hæð Kvikunnar

 

Codland hefur tekið á leigu efri hæðina í Kvikunni fyrir starfsemi sína. Codland verður þar með þekkingasetur og mun vinna að rannsóknum. Codland er fullvinnslufyrirtæki með það að leiðarljósi að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á fisktengdum afurðum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Codland verður með tvo starfsmenn í Kvikunni; Erlu Pétursdóttur verkefnisstjóra og Gunnar Birgi Sandholt efna- og matvælafræðing. Þess má geta að Codland var starfsemi í Kvikunni í sumar en þar voru 5 sumarstarfsmenn.

Erla segir mörg spennandi verkefni framundan.

„Codland er að framleiða fiskimjöl og fiskiolíu úr slógi, er í samstarfsverkefni með spænsku fyrirtæki um framleiðslu á kollageni úr fiskaroði og svo erum við einnig í samstarfi við fleiri fyrirtæki með það að leiðarljósi að nýta afgangshráefni og komast ofar í virðiskeðjuna," sagði Erla.

Mynd: Erla og Róbert Ragnarsson stjórnarformaður Kvikunnar staðfesta samninginn á milli Codland og Kvikunnar