Clint Eastwood mætir á herrakvöld í Keflavík
Clint Eastwood verður á herrakvöldi Keflavíkur sem haldið er í Oddfellow-salnum í kvöld. Það er ekki nóg með að hann sé á staðnum, hann verður boðinn upp.
Listamaðurinn Bragi Einarsson úr Garðinum hefur málað svokallaða klippimynd af Clint Eastwood úr kvikmyndasögunni. Myndin verður boðin upp í kvöld ásamt um 20 öðrum myndum eftir listafólk á Suðurnesjum og víðar. Þar á meðal eru verk eftir Brynhildi Guðmundsdóttur, Sigríði Guðnýju, Hrafnhildi Ingu, Tolla, Pétur Gaut og Sossu.
Á meðfylgjandi mynd er Kjartan Steinarsson með myndina eftir Braga. Miðapantanir á herrakvöldið eru hjá Einari Aðalbjörnssyni í síma 861-2031 eða [email protected] og á skrifstofu Knattspyrnudeildar í síma.421-5188 eða [email protected].