Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Chevrolet Spark í aðalvinning
Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 16:25

Chevrolet Spark í aðalvinning


Lionsklúbbur Njarðvíkur stendur fyrir sínu árlega jólahappadrætti nú í desember. Happadrættið er aðal fjáröflunarleið klúbbsins og hefur ávallt hlotið góðar undirtektir. Allur ágóði af happadrættinu rennur til líknarmála hér á svæðinu. Útgefnir miðar eru 2000 og er aðeins dregið úr seldum miðum. Dregið verður 23.desember. Miðasala hefst þann 1.desember munu Lionsmenn í klúbbnum hefja sölu og er miðaverð kr 2000kr eins og verið hefur undanfarin ár.
 
Aðalvinningurinn í ár er Chevrolet Spark bifreið frá Spesbílum. Þá verður dregið um fimm 22” LCD sjónvörp og 10 Toshiba fjölkerfa DVD tæki.
Happadrættið var kynnt í dag og við það tækifæri afhenti Lionsklúbbur Njarðvíkur Velferðarsjóði Suðurnesja styrk að upphæð 200 þúsund krónum.


VFmynd/elg – Félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur kynntu jólahappdrættið í dag og afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja 200 þúsund króna styrk. Hjördís Kristinsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Keflavíkurkirkju sem heldur utan um Velferðarsjóðinn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25