Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Chevrolet Spark í aðalvinning
Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 16:25

Chevrolet Spark í aðalvinning


Lionsklúbbur Njarðvíkur stendur fyrir sínu árlega jólahappadrætti nú í desember. Happadrættið er aðal fjáröflunarleið klúbbsins og hefur ávallt hlotið góðar undirtektir. Allur ágóði af happadrættinu rennur til líknarmála hér á svæðinu. Útgefnir miðar eru 2000 og er aðeins dregið úr seldum miðum. Dregið verður 23.desember. Miðasala hefst þann 1.desember munu Lionsmenn í klúbbnum hefja sölu og er miðaverð kr 2000kr eins og verið hefur undanfarin ár.
 
Aðalvinningurinn í ár er Chevrolet Spark bifreið frá Spesbílum. Þá verður dregið um fimm 22” LCD sjónvörp og 10 Toshiba fjölkerfa DVD tæki.
Happadrættið var kynnt í dag og við það tækifæri afhenti Lionsklúbbur Njarðvíkur Velferðarsjóði Suðurnesja styrk að upphæð 200 þúsund krónum.


VFmynd/elg – Félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur kynntu jólahappdrættið í dag og afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja 200 þúsund króna styrk. Hjördís Kristinsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Keflavíkurkirkju sem heldur utan um Velferðarsjóðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024