Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 8. desember 2003 kl. 19:01

Castró gerist erótískur um helgina

Erótískt kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Castró bar í Keflavík laugardagskvöldið 13. desember nk. Að sögn aðstandenda kvöldsins koma margir að þessu kvöldi og má þar meðal annars nefna tímaritið Bleikt & Blátt,  Beck's Gold, tískuverslanirnar Mangó og Park ásamt hjálpartækjabúðinni Erotica og auðvitað Casino Night Club í Keflavík. Klámkóngur Íslands ásamt RNB snillingi sjá um að þeyta skífur og allt það nýjasta í tónlist verður á fóninum. Erótík og nekt er mottó kvöldsins og fáum við til liðs við okkur nektardansmeyjar ásamt íslenskum dönsurum úr Reykjavík, segir einn þeirra sem skipuleggur gleðskapinn. Tískusýningar verða þar sem meðal annars verður sýndur undirfatnaður sem á eftir að vekja athygli.
Castró bar tekur u.þ.b. 280 manns í hús en á þetta kvöld í fyrra mættu í fyrra u.þ.b. 340 manns.  Margar nýungar eru á þessu ári og má þar nefna t.d. GO-GO dansara sem sýna listir sýnar í æsandi fatnaði í búrum ásamt því sem að hjálpartæki verða gefinn á staðnum með þeim hætti að númer á aðgangsmiðum eru dreginn upp. Frítt verður inn fyrir konur til kl. 00:30 en aðgangseyrir fyrir herra verður kr. 1000. „Fyrir ykkur sem: elskið að djamma, voruð að klára prófin og gekk vel, voruð að klára prófin og gekk illa, fóruð ekki í próf, eruð að vinna og langar í frí eða þá að þið séuð fyrir stemningu þá er þetta málið“, segja aðstandendur hins svokallaða klámkvölds í samtali við blaðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024