Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:12

CASINO OG VALDAPÝRAMÍDINN

Fjölskyldu- og félagsmálaráð tók mánudaginn 30. ágúst til afgreiðslu umsókn Jóns M. Harðarsonar, veitingamanns Casino. Tekin var ákvörðun um að fresta ákvörðum þar sem ekki virtust öll kurl vera komin til grafar. Rök ráðsins voru af tvennum toga, það fyrra stjórnunarlegs eðlis innan fyrirtækisins Casino en það seinna illskiljanlegra. Ráðið færði bæjarstjórn undir sig, óskaði eftir ákvörðun hennar og rökum um vínveitingarleyfið áður en ráðið sjálft gæti tekið ákvörðun um sama mál. Ekki sami framkvæmdastjórinn á tveimur fyrirtækjum Einn vankanturinn er að Jón veitir þegar Stapanum forstöðu, veitingarekstri með vínveitingaleyfi, en samkvæmt nýlegum reglum er honum óleyfilegt að vera framkvæmdastjóri beggja staða. Á sýslumaður að gefa innréttingum og svipmóti gæðaeinkunn? Þá vísaði ráðið í skyldur sveitarstjórnar til að afla umsagnar lögreglustjóra og heilbrigðisnefndar sem meta eiga innréttingar og annað svipmót veitingarekstrar. Er ráðið að óska eftir gæðaskemmtunaryfirlýsingu frá sýslumanni og heilbrigðisnefnd? Eftirtalin gögn fylgdu m.a. umsókn veitingamannsins: • Leyfisbréf til reksturs skemmtistaðar frá sýslumanninum í Keflavík • Yfirlýsing um skil á opinberum gjöldum frá sýslumanninum í Keflavík • Staðfesting um tryggingu vegna opinberra gjalda frá sýslumanninum í Keflavík • Sakavottorð veitingamannsins Hvernig snýr valdapýramídinn í bænum? Enn vísaði Fjölskyldu- og félagsmálaráð í skyldur sveitarstjórnar að afla umsagnar byggingar- skipulagsnefndar, rökstyðja ákvörðun um veitingu vínveitingaleyfis, ákveða heimilan veitingatíma áfengis, gildistíma og skilyrði leyfisins. Gallinn er að bæjarstjórn fær málið ekki til umfjöllunar fyrr en Fjölskyldu- og félagsmálanefnd er búin að afgreiða málið. Nýjustu fréttir af málinu eru þær að Casino lagði fram ósk um bráðabirgðavínveitingaleyfi á bæjarráðsfundi í gær. Því var hafnað og málinu vísað til næsta bæjarstjórnarfundar sem verður annan þriðjudag. Daginn áður kemur fjölskyldu- og félagsmálaráð til fundar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024