Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Caregivers í SSV framlengd
Föstudagur 9. október 2009 kl. 09:04

Caregivers í SSV framlengd


Sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar „Caregivers” sem nú stendur yfir í Suðsuðvestur hefur verður framlengd til sunnudagsins 18 október.

Libia og Ólafur sýna myndbandsverkið Caregivers (2008) sem þau unnu fyrir Evrópu tvíæringinn Manifesta 7 sem haldinn var í Trentino héraðinu á Norður Ítalíu á síðasta ári.

Myndbandið sem tekið er í Trentino, dregur upp mynd af tveimur konum, innflytjendum frá  Rúmeníu og  Úkraínu, sem fluttust til Ítalíu til að vinna við umönnun aldraðra í heimahúsum.
Í myndbandinu blandast saman heimildarmynda- og tónlistarmyndbandagerð, blaðamennska og  klassísk samtímatónlist. Tónlistin í verkinu, sem samin er við blaðagrein er fjallar um sama viðfangsefni, er samin af Karólínu Eiríksdóttur og flutt af Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu,
Matthíasi Nardeau óbóleikara og Kvennakór Garðabæjar.

Libia og Ólafur hafa sýnt víða erlendis og á Íslandi síðan samstarf þeirra hófst fyrir tólf árum.

Suðsuðvestur er til húsa að Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Opnunartími; laugardaga og sunnudaga frá kl.14:00 - kl.17:00 og eftir samkomulagi í síma; 662 8785. www.sudsudvestur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024