Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Byrjendanámskeið á Víkingaflautur í Virkjun.
Miðvikudagur 23. mars 2011 kl. 11:37

Byrjendanámskeið á Víkingaflautur í Virkjun.

Fjöllistamaðurinn Böðvar Gunnarsson verður með námsekið á víkingaflautur á föstudaginn þann 25. mars kl. 13:00.
Böðvar hefur óbilandi áhuga á frumstæðum og óvenjulegum hljóðfærum svo sem víkingaflautum, nefflautum og munnboga. Áhugi Böðvars á víkingum og víkingamenningu er landsfrægur og hefur hann stundað handverk svipað því sem gert var við landnám en hann hefur mikla þekkingu á sögu landnáms.

Böðvar Gunnarsson kemur til með að kenna fólki að smíða og spila á víkingaflautur og gæti einnig leyft fólki að heyra sinn sérstæða barkasöng. Þetta er ókeypis námskeið og verður alla föstudaga kl 13:00.
Allir eru velkomnir á námskeið en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að hafa samband við Virkjun í síma 426-5388 eða tölvupóst á [email protected] og svo auðvitað á fésbókinni.

Mynd: Víkingurinn Böðvar Gunnarsson tók á móti Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, þegar ríkisstjórnin fundaði í Víkingaheimum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024