Byrjaði fyrir ári síðan að mála
Margrét Marísdóttir ólst upp í Keflavík og bjó í Garðinum í 18 ár en fluttist á höfuðborgarsvæðið fyrir átta árum síðan. Hún slasaðist töluvert fyrir fjórum árum og hefur átt í erfiðleikum með að komast aftur út á vinnumarkað.
Margrét tók upp á því að mála fyrir ári síðan en hún hefur aldrei sótt nein námskeið í fræðunum, er algerlega sjálfmenntuð. Nú er hún hins vegar að taka þátt í sinni annarri sýningu, en hún er með verk á Haustsýningu frístundarmálara í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er að hefjast um þessar mundir.
Hér má sjá facebook-síðu Margrétar og svo heimasíðu hennar fyrir áhugasama en hér að neðan eru myndir eftir Margréti.