Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:10

BYRGIÐ Í ROCKVILLE

Leggja Byrginu lið á laugardaginn! Laugardaginn 2. október munu múgur og margmenni taka til hendinni á Rockville svæðinu, m.a. iðnaðarmenn frá Keflavíkurverktökum og menn frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt Byrgisfólki. Aðrir eru einnig hjartanlega velkomnir. Fjárskortur og biðlistar lengjast Ríkisstjórni Íslands lofaði Byrginu fyrir 2 mánuðum að leggja fram styrk til verkefnisins í Rockville. Málið hefur enn ekki verið afgreitt og á meðan ráðamenn þjóðarinn gera upp hug sinn eykst neyð þeirra sem aðstoð þurfa. Neyðin er alls staðar, líka hér á Suðurnesjum og nú eru 60 manns á biðlista eftir meðferðarplássi. Eini styrkurinn sem Byrgið hefur fengið frá ríkinu hingað til eru 2 milljónir króna. Sá styrkur var veittur með þeim skilyrðum að hann ætti að renna í heildarstarfsemi Byrgisins, ekki til Rockville. Sá styrkur var veittur vegna vanefnda vistmanna við Byrgið. Það vill stundum brenna við að fólk kemur í meðferð í Byrgið, hverfur aftur útá götuna eftir nokkurra daga meðferð, fær greiddar bætur frá ríkinu en borgar ekki fyrir meðferðina. Skuldir vistmanna við Byrgið hljóðuðu uppá 4,6 milljónir en Byrgið fékk, eins og fyrr segir, 2 milljónir frá ríkinu. Sparnaður fyrir þjóðina Á þeim þremur árum sem Byrgið hefur starfað og verið í dýrum leiguhúsnæðum, hefur stjórnendum þess tekist að halda heildarskuldum í algjöru lágmarki. Nú eru skuldir þess, fyrir utan hitaveitu- og rafmagnskostnað í Rockville, á bilinu 4-6 milljónir. Mánaðarmeðferð í Byrginu kostar 35 þúsund krónur en lágmarksgjald á Vogi er 320 þúsund krónur. Vogur fær árlega 280 milljónir í ríkisstyrk. Byrgismenn segjast vera stoltir af því að hafa sparað þjóðinni mikið fé. Reynt að opna sem fyrst Eftir að Byrgið tók við Rockville hafa miklu meiri skemmdir komið í ljós, heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. Vatnslagnir eru illar farnar og miklar frostskemmdir. Rafmagnsmálin eru í ólestri og því hafa miklar tafir orðið á verkinu. Nú er unnið hörðum höndum í Rockville til að hægt sé að hefja starfsemi þar sem allra fyrst. Frábærar undirtektir á Suðurnesjum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, vill þakka Suðurnesjmönnum fyrir frábærar undirtektir. Margir höfðu samband við Byrgið og gáfu húsgögn og fleira til starfseminnar. Sérstakar þakkir fá Valgeirsbakarí og Sigurjónsbakarí sem hafa brauðfætt vistmenn í tvö ár. Guðmundur biður félagasamtök á Suðurnesjum að hafa samband við sig ef þau vilja hjálpa til við þrif og lokafrágang. Skrifstofa Byrgisins er opin frá klukkan 9-17 alla virka daga og síminn er: 565-3777.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024